Ónóg vernd gegn mismunun Baldur Kristjánsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun