Hvað tefur, Ögmundur? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í nýjasta hefti Læknablaðsins er einkar áhugaverð grein eftir Þórodd Bjarnason og Svein Arnarsson um hættulegustu vegarkafla landsins. Vermir þar vegurinn milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar hið vafasama efsta sæti en skammt á hæla hans vegurinn frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Vegarkaflarnir yfir Oddskarð og Fjarðarheiði eiga raunar fleira sameiginlegt en háskann. Þeir eru hæstu fjallvegir á landinu milli þéttbýlisstaða, þeir eru eina akleið Norðfirðinga og Seyðfirðinga til annarrar þjónustu og eina tenging sjúklinga á Sjúkrahúsunum á Neskaupstað og Seyðisfirði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Og þessir fjallvegir eru miklir farartálmar; ekki bara á vetrum, því í 600 m hæð getur hæglega verið skafrenningur og hálka á hvaða árstíma sem er. Eitthvað annað?Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar var mikið rætt um „Eitthvað annað". Hafandi fylgst með fjölmörgum tilraunum til „Einhvers annars" sem runnið hafa út í sandinn eða barist í bökkum á Mið-Austurlandi, er grátlegt að vita hve margar þeirra hugmynda hefðu getað blómstrað ef einungis samgöngur væru greiðari, tryggari, áreiðanlegri. Því ef fjármagn er súrefni samfélagsins og viðskipti blóðið, þá eru samgöngumannvirki svo sannarlega æðarnar. Og vaxtarsprotarnir eru nægir. Hugmyndir um lýðháskóla, kvikmyndahús, bruggsmiðjur, handverk og hönnun, meðalstór iðnfyrirtæki, nýsköpun matvæla. Ferðamennsku; menningar-, matar-, veiði-, útivistar-. Þarf virkilega að minna á að árlega fara tugþúsundir ferðamanna um Seyðisfjörð með Norrænu. Stærsta hindrun vetrarferðamennsku og vöruflutninga með Norrænu skyldi þó ekki vera einmitt Fjarðarheiði? SamgöngFyrir nokkrum árum sameinuðust menn á Mið-Austurlandi um hugmyndina „Samgöng" sem myndu gera svæðið frá Seyðisfirði að Fáskrúðsfirði auk Egilsstaða að einu búsetu- og atvinnusvæði í raun og veru; með T-göngum undir Reindalsheiði og út í botn Stöðvarfjarðar næði það að Breiðdalsvík og með þverun Berufjarðar suður til Djúpavogs. Unnar voru skýrslur um fýsileika gangnanna, m.a. með heilborun, drög að kostnaðaráætlun, viljayfirlýsingar um veggjöld o.fl. o.fl. Með öðrum orðum þá gætu Samgöng slegið í einu höggi allar flugur innanríkisráðherra: 1) aukið umferðaröryggi, 2) rofið einangrun, 3) stuðlað að sameiningu sveitarfélaga, 4) greitt sig með veggjöldum, 5) eflt „Eitthvað annað" og 6) dregið stórkostlega úr kostnaði við vetrarþjónustu og útköll björgunarsveita. En hefur ríkissjóður efni á slíkri framkvæmd núna? Jarðgöng fyrir JöklabréfFréttir berast af gjaldeyri sem er fastur í landinu og skortir fjárfestingarmöguleika. Bjóðum eigendum Jöklabréfanna að fjárfesta í jarðgöngum! Það er fjárfesting sem gefur arð áratugum saman, öll ávöxtun er betri en engin og ríkissjóður gæti skuldbundið sig til að kaupa fjárfestana út smám saman. Allir græða! Svo hvað tefur?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun