Lífið

Fréttamynd

Alveg skilin

David Arquette sótti löglega um skilnað frá eiginkonu sinni Courteney Cox í fyrradag. Í gögnunum segir Arquette ástæður skilnaðarins vera ósættanlegan ágreining. Sama dag og leikarinn sótti um skilnaðinn voru liðin þrettán ár frá giftingu þeirra en saman eiga þau átta ára dótturina Coco.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta platan frá In Siren

In Siren hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, In Between Dreams. Hljómsveitin er metnaðarfullt samstarf fimm tónlistarmanna í Reykjavík. Þeir koma úr ýmsum áttum og eru meðal annars kenndir við hljómsveitirnar Árstíðir, Ask the Slave, Momentum og Plastic Gods. Hljómi sveitarinnar má líkja við Trúbrot eða bresk bönd eins og Yes, King Crimson og Queen.

Tónlist
Fréttamynd

Aðsóknarmest allra á öðru tungumáli en ensku

Franska myndin The Intouchables kemur í bíóhús á Íslandi á morgun. Þessi hjartnæma mynd um samband tveggja afar ólíkra manna hefur farið sigurför um heiminn og er orðin aðsóknarmesta mynd allra tíma á öðru tungumáli en ensku.

Lífið
Fréttamynd

Hundrað fantasíur komnar inn

"Þessi fjöldi kemur mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Tæplega eitt hundrað kynferðislegar fantasíur höfðu verið sendar inn á vefsíðuna Fantasiur.is í síðustu viku í tengslum við væntanlega bók Hildar. Frestur til að skila inn fantasíum rennur út 19. júní.

Lífið
Fréttamynd

Dáleiðandi lágtækni

Á hinu annars ruglingslega og óaðlaðandi Hlemmsvæði í Reykjavík, er hægt að njóta myndlistar í nokkrum mæli. Svæðið hefur enda í áratugi verið í nágrenni við merkar listastofnanir eins og Myndlista- og handíðaskólann – síðar Listaháskólann og Kjarvalsstaði, að ógleymdu Gallerí Hlemmi sem rekið var um nokkurt skeið við Hlemmtorgið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ray Winstone í Noah

Bresk leikarinn Ray Winstone hefur bæst við leikhópinn í fyrrihugarði stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem stefnt er að tekin verði upp að hluta til á Íslandi í sumar. Russell Crowe fer með aðalhlutverkið en Jennifer Conelly hefur verið orðuð við aðalkvenhlutverkið. Vefútgáfa Guardian greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Hádegiserindi í Hafnarhúsi

Hlynur Helgason, myndlistarmaður og heimspekingur, flytur hádegisfyrirlestur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag undir yfirskriftinni Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.

Menning
Fréttamynd

Rúrí á ítölsku

Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku.

Menning
Fréttamynd

Margiela fyrir H&M

Sænski verslunarrisinn Hennes & Mauritz hefur flett hulunni af næsta hönnuðasamstarfi sínu en það er tískuhúsið Maison Marton Margiela sem hannar næstu gestalínu fyrir tískurisann. Línan á að koma í verslanir í byrjun nóvember og inniheldur tískufatnað og fylgihluti fyrir bæði herra og dömur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hraðfréttirnar í Kastljósið

"Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka,“ segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust.

Lífið
Fréttamynd

Plata innan í annarri plötu

The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope.

Lífið
Fréttamynd

Madagascar sirkus á flótta

Ævintýri ærslafullu dýrahjarðarinnar heldur áfram í Madagascar 3: Europe’s Most Wanted þegar vinirnir leggja á flótta með sirkus sem ferðast um Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Deila visku sinni um næringu og hlaup í bók

"Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og aldrei að vita nema við stefnum á frekari landvinninga á næstunni,“ segir næringarfræðingurinn og hlauparinn Steinar B. Aðalbjörnsson sem nýverið gaf út bókina Næring hlaupara – vikan í kringum keppnishlaup ásamt næringarráðgjafanum og hlauparanum Fríðu Rún Þórðardóttur.

Lífið
Fréttamynd

Gullhafi helgarinnar gerir mynsturforrit fyrir iPad

"Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum,” segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn.

Lífið
Fréttamynd

Hita upp fyrir Chili Peppers

Breska hljómsveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum hitar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Red Hot Chili Peppers og The Stone Roses í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Tólf tommu vínyll frá Sin Fang

„Þetta eru fimm lög sem urðu útundan,“ segir tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem gengur undir listamannsnafninu Sin Fang. Hann sendi frá sér 12“ vínylplötuna Half Dreams á dögunum en útgefandi hennar er þýska útgáfufélagið Morr Music.

Lífið
Fréttamynd

Hörð barátta fagmanna

Nú þegar fyrsta helgin í EM er yfirstaðin er ekki úr vegi að skoða hverjir í Venediktsson, tippkeppni fagmanna, reyndust sannspáir. Tónlistarmaðurinn geðþekki og knattspyrnukappinn úr FH, Jón Ragnar Jónsson, trónir á toppnum eftir leiki helgarinnar en fast á hæla hans fylgir sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson.

Lífið
Fréttamynd

Ármann úr Who Knew flytur Folding Nicely í Vasadiskó

Á sunnudaginn var mætti söngvarinn Ármann Ingvi Ármannsson í útvarpsþáttinn Vasadiskó. Í liðnum "selebb shuffle" hefur þátturinn hingað til tekið á móti gestum og vasadiskóum þeirra sem hafa svo verið látin renna áfram á "shuffle" á meðan þáttarstjórnandi og gestur spjalla. En auk þess að mæta með mp3-spilarann sinn mætti Ármann vopnaður kassagítar á bakinu.

Tónlist
Fréttamynd

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastard – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Menning
Fréttamynd

Vildi leika í Titanic

Fyrrum talsmaður leikarans Christians Bale, Harrison Cheung, hefur ritað bók um Bale sem nefnist Christian Bale: The Inside Story of the Darkest Batman og kom út á netinu í gær. Í bókinni kemur meðal annars fram að Leonardo DiCaprio hafi upphaflega átt að fara með hlutverk Patricks Bateman í American Psycho.

Lífið
Fréttamynd

Framtíðarsýnin breyttist á Sveinstindi

Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. "Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur,“ segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni http://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stikla úr Les Misérables lofar góðu

Fyrsta stiklan úr söngvamyndinni Les Misérables var sett á netið á þriðjudag og þykir lofa góðu um framhaldið. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í byrjun næsta árs.Söngleikurinn er byggður á skáldsögu franska rithöfundarins Victors Hugo og gerist í Frakklandi á tímum byltingarinnar. Undir stiklunni hljómar lagið I Dreamed A Dream og má sjá leikarana Hugh Jackman, Anne Hathaway, Russell Crowe, Amöndu Seyfried og Eddie Redmayne í hlutverkum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Óttast um feril Jeremy Renners

Fjölskylda og vinir leikarans Jeremys Renner hafa áhyggjur af því að ferill hans hljóti skaða af ofdrykkju hans. Renner á að hafa drukkið ótæpilega með máltíð á Chateau Marmont hótelinu í Los Angeles.

Lífið
Fréttamynd

Kanye með áhyggjur af tengdó

Rapparinn Kanye West ku vera kominn í náðina hjá Kardashian-fjölskyldunni en hann hefur verið í sambandi með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian í nokkra mánuði. Parið er ekki feimið við sviðsljósið en þau hertaka nú rauðu dreglana á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Lífið
Fréttamynd

Flytja verk Messianen

Píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir leiða saman flygla sína á Listahátíð og flytja verkið Amen séð í hugsýnum eftir Olivier Messianen í fyrsta sinn á Íslandi. Í ár eru tuttugu ár liðin frá dauða hins framsækna franska tónskálds.

Lífið
Fréttamynd

Meistaraverk frá Anderson

Kvikmyndin Moonrise Kingdom verður frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Wes Anderson og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Moonrise Kingdom gerist árið 1965 og segir frá tólf ára gömlum strák sem verður ástfanginn af stúlku og saman ákveða þau að flýja saman út í óbyggðir eyjunnar sem þau búa á. Á meðan yfirvöld leita barnanna gerist aftakaveður sem fær hið litla samfélag til að fara á annan endann. Hasarleikarinn Bruce Willis fer með hlutverk lögreglustjórans Captain Sharp, Edward Norton leikur skátaforingjann Randy Ward og gæðaleikararnir Bill Murray og Frances McDormand leika forelda Suzy Bishop, stúlkunnar er strýkur með piltinum að heiman. Með önnur hlutverk fara Tilda Swinton, Jason Schwartzman og hin ungu og efnilegu Jared Gilman og Kara Hayward.

Lífið
Fréttamynd

Leikur í nýjum íslenskum gamanþáttum

Fyndnasti maður Íslands, Daníel Geir Moritz, leikur í nýjum íslenskum gamanþáttum sem verða sýndir í haust. "Þetta er ferli sem er að fara af stað hjá ákveðnum grínhópi sem ég tilheyri ekki,“ segir hann en er annars þögull sem gröfin um þættina.

Lífið
Fréttamynd

Gordon Ramsay straujaður niður

Sjónvarpskokkurinn kjaftfori Gordon Ramsay var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa tekið þátt í góðgerðaleik í fótbolta á leikvangi Manchester United, Old Trafford.

Lífið
Fréttamynd

Opna Karrusel í Danmörku

Vinkonunum Sigríði Ellu Jónsdóttur, Hrafnhildi Guðrúnardóttur og Kristínu Kristjánsdóttur langaði að hrista upp verslunarflóru Kaupmannahafnar og opna verslunina Karrusel með íslenskri og erlendri hönnun í bland.

Lífið