Lífið

Fyrsta stikla úr Les Misérables lofar góðu

Fyrsta stiklan úr söngvamyndinni Les Misérables var sett á netið á þriðjudag og þykir lofa góðu um framhaldið. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í byrjun næsta árs.Söngleikurinn er byggður á skáldsögu franska rithöfundarins Victors Hugo og gerist í Frakklandi á tímum byltingarinnar. Undir stiklunni hljómar lagið I Dreamed A Dream og má sjá leikarana Hugh Jackman, Anne Hathaway, Russell Crowe, Amöndu Seyfried og Eddie Redmayne í hlutverkum sínum.

Leikstjóri myndarinnar er Tom Hooper, hinn sami og leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd The King's Speech.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.