Skoðanakannanir VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. Innlent 3.6.2024 19:24 Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 3.6.2024 12:42 Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Innlent 3.6.2024 12:15 Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. Innlent 2.6.2024 12:31 Ný könnun sýnir stefna í æsispennandi kjördag Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim. Innlent 31.5.2024 16:57 Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Innlent 31.5.2024 13:27 Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. Innlent 31.5.2024 06:32 Svakalega jafnt á toppnum samkvæmt nýrri könnun Prósents Ómarktækur munur er á Höllu Tómasdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur í nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Innlent 30.5.2024 17:03 Katrín með mikið forskot í nýrri könnun Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Katrín Jakobsdóttir með 26,3 prósenta fylgi en næsti maður, Halla Tómasdóttir, með 18,5 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir mælist með litlu minna fylgi en nafna hennar, 18,4 prósent. Innlent 30.5.2024 16:37 Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. Innlent 30.5.2024 14:51 Enn bætir Miðflokkurinn við sig Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu. Innlent 30.5.2024 13:53 Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum. Innlent 30.5.2024 12:01 Þriðjungur þekkir ekki neitt til Eiríks og Viktors Þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu þekkir ekki neitt til forsetaframbjóðendanna Eiríks Inga Jóhannssonar og Viktors Traustasonar. Langflestir segjast þekkja mikið til Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 28.5.2024 15:25 Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. Innlent 27.5.2024 22:18 Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Innlent 27.5.2024 12:02 Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33 Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Innlent 25.5.2024 15:30 Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 25.5.2024 13:16 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. Innlent 24.5.2024 16:51 Telur víst að sala á Landsvirkjun komi á borð næsta forseta Halla Hrund Logadóttir hefur verið að gefa eftir í síðustu skoðanakönnunum. Hún hefur verið að slást við Katrínu Jakobsdóttur um toppsætið en í gær gerðist það að nafna hennar Tómasdóttir skaust upp fyrir hana. Innlent 24.5.2024 15:03 Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Innlent 23.5.2024 23:08 Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu. Innlent 23.5.2024 19:11 Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Innlent 23.5.2024 19:00 Þjóðin klofin hvað varðar hvalveiðar Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru 49 prósent þjóðarinnar andvíg því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði verði endurnýjað. 35 prósent eru því hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Innlent 22.5.2024 10:09 Líst best á Baldur og Höllu en verst á Ástþór Landsmönnum líst best á það að Baldur Þórhallsson eða Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Fjórum af hverjum fimm líst illa á að Ástþór Magnússon verði forseti. Innlent 21.5.2024 14:39 Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. Innlent 21.5.2024 11:40 Katrín leiðir í nýrri könnun Prósents Katrín Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir í nýjustu könnun Prósent með 22,1 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með tæp tuttugu prósent sem er talsvert tap frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósenta fylgi. Innlent 20.5.2024 21:03 Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Innlent 19.5.2024 21:31 Dregur saman með efstu frambjóðendum Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á. Innlent 17.5.2024 18:39 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. Innlent 17.5.2024 08:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 15 ›
VG mælist aðeins með þrjú prósent Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent. Innlent 3.6.2024 19:24
Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Innlent 3.6.2024 12:42
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Innlent 3.6.2024 12:15
Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. Innlent 2.6.2024 12:31
Ný könnun sýnir stefna í æsispennandi kjördag Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim. Innlent 31.5.2024 16:57
Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Innlent 31.5.2024 13:27
Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. Innlent 31.5.2024 06:32
Svakalega jafnt á toppnum samkvæmt nýrri könnun Prósents Ómarktækur munur er á Höllu Tómasdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Höllu Hrund Logadóttur í nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Innlent 30.5.2024 17:03
Katrín með mikið forskot í nýrri könnun Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Katrín Jakobsdóttir með 26,3 prósenta fylgi en næsti maður, Halla Tómasdóttir, með 18,5 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir mælist með litlu minna fylgi en nafna hennar, 18,4 prósent. Innlent 30.5.2024 16:37
Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. Innlent 30.5.2024 14:51
Enn bætir Miðflokkurinn við sig Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu. Innlent 30.5.2024 13:53
Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum. Innlent 30.5.2024 12:01
Þriðjungur þekkir ekki neitt til Eiríks og Viktors Þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu þekkir ekki neitt til forsetaframbjóðendanna Eiríks Inga Jóhannssonar og Viktors Traustasonar. Langflestir segjast þekkja mikið til Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 28.5.2024 15:25
Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. Innlent 27.5.2024 22:18
Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Innlent 27.5.2024 12:02
Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33
Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Innlent 25.5.2024 15:30
Enginn einn frambjóðandi augljós keppinautur Katrínar Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð flókna stöðu vera að málast upp í aðdraganda forsetakosninga. Enginn einn frambjóðandi hafi markað sér stöðu sem augljós keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. Innlent 25.5.2024 13:16
Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. Innlent 24.5.2024 16:51
Telur víst að sala á Landsvirkjun komi á borð næsta forseta Halla Hrund Logadóttir hefur verið að gefa eftir í síðustu skoðanakönnunum. Hún hefur verið að slást við Katrínu Jakobsdóttur um toppsætið en í gær gerðist það að nafna hennar Tómasdóttir skaust upp fyrir hana. Innlent 24.5.2024 15:03
Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Innlent 23.5.2024 23:08
Halla T skýst upp í annað sæti en Katrín leiðir Halla Tómasdóttir skýst upp í annað sæti forsetaframbjóðenda í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Katrín Jakobsdóttir er aftur á móti með afgerandi forystu og marktækur munur er á fylgi hennar og Höllu. Innlent 23.5.2024 19:11
Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Innlent 23.5.2024 19:00
Þjóðin klofin hvað varðar hvalveiðar Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru 49 prósent þjóðarinnar andvíg því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði verði endurnýjað. 35 prósent eru því hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Innlent 22.5.2024 10:09
Líst best á Baldur og Höllu en verst á Ástþór Landsmönnum líst best á það að Baldur Þórhallsson eða Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Fjórum af hverjum fimm líst illa á að Ástþór Magnússon verði forseti. Innlent 21.5.2024 14:39
Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. Innlent 21.5.2024 11:40
Katrín leiðir í nýrri könnun Prósents Katrín Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, leiðir í nýjustu könnun Prósent með 22,1 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri mælist með tæp tuttugu prósent sem er talsvert tap frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósenta fylgi. Innlent 20.5.2024 21:03
Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Innlent 19.5.2024 21:31
Dregur saman með efstu frambjóðendum Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á. Innlent 17.5.2024 18:39
Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. Innlent 17.5.2024 08:26