Innlent

Flestir á­nægðir með kjör Höllu Tómas­dóttur

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Aðeins þrettán prósent svarenda sögðust vera óánægð með kjör Höllu Tómasdóttur.
Aðeins þrettán prósent svarenda sögðust vera óánægð með kjör Höllu Tómasdóttur. Vísir/Vilhelm

Sextíu og þrjú prósent svarenda eru ánægð með kjör Höllu Tómasdóttur í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Prósents. Tuttugu og fjögur prósent segjast hvorki vera ánægð né óánægð og 13 prósent eru óánægð. Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 12. júní.

Í tilkynningu frá Prósenti kemur fram að konur séu ánægðari með nýkjörinn forseta en karlar. Einnig eru íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og landsbyggðarinnar ánægðari með nýkjörinn forseta en Reykvíkingar.

Heildarniðurstöður í skífuritsformi.Prósent

Þau sem kusu Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund Logadóttur og Baldur Þórhallsson eru ánægðari en þau sem kusu Katrínu Jakobsdóttur eða Jón Gnarr.

Eins og fram kom var gögnum safnað frá sjötta júní til dagsins í dag og fór könnunin fram sem netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Stærð úrtaks var 3500  og var svarhlutfall fimmtíu prósent. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru þá vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95 prósenta vissu.

Svör eftir þeim forsetaframbjóðenda sem svarandi kaus.Prósent
Svör eftir búsetu.Prósent
Svör eftir kyni.Prósent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×