Innlent

Einn af hverjum fjórum tók á­kvörðun á kjör­degi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjórðungur kjósenda tók ákvörðun um það hvern þau ætluðu að kjósa á kjördegi, þar af tólf prósent í kjörklefanum.
Fjórðungur kjósenda tók ákvörðun um það hvern þau ætluðu að kjósa á kjördegi, þar af tólf prósent í kjörklefanum. Vísir/Vilhelm

Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Prósent.

Leitað var svara við tveimur spurningunum:

  • Hvenær tókst þú ákvörðun um að þú ætlaðir að kjósa frambjóðandann (nafn frambjóoðanda sem var kosinn) í kosningunum?
  • Kaust þú þann forsetaframbjóðenda sem þér leist best á í embættið eða annan frambjóðanda sem þú taldir líklegri til að vinna kosningarnar?

Tólf prósent ákváðu í kjörklefanum

Fjórðungur svarenda tók ákvörðun um hvern þeir ætluðu að kjósa á kjördegi, þar af tólf prósent í kjörklefanum. Tuttugu og fjögur prósent tóku ákvörðun einum til sex dögum fyrir kjördag, 25 prósent einni til fjórum vikum fyrir kjördag, og 26 prósent meira en mánuði fyrir kjördag.

Prósent
Prósent

Einstaklingar á aldrinum 18 til 34 ára og 35 til 54 ára tóku frekar ákvörðun um hvern ætti að kjósa á kjördegi en þau sem eldri eru. Auk þess tóku þau sem kusu Höllu Tómasdóttur frekar ákvörðun um frambjóðanda á kjördegi en þau sem kusu Katrínu Jakobsdóttir eða Baldur Þórhallsson.

Prósent
Prósent

Ellefu prósent kusu annan en þann sem þeim leist best á

Mikill meirihluti svarenda, 87 prósent, kusu þann sem þeim leist best á í embættið. Ellefu prósent kusu annan frambjóðanda sem þeir töldu líklegri til að vinna kosningarnar og tvö prósent svöruðu að hvorugt ætti við.

Prósent

Einstaklingar á aldrinum 18 til 34 ára og 35 til 54 ára kusu frekar annan frambjóðanda sem þau töldu líklegri til að vinna en þau sem eldri eru. Þau sem kusu Höllu Tómasdóttur kusu frekar annan frambjóðanda sem þau töldu líklegri til að vinna en þau sem kusu Katrínu Jakobsdóttur, Höllu Hrund Logadóttur, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr eða aðra frambjóðendur.

Prósent
Prósent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×