Jarðhræringar á Reykjanesi

Fréttamynd

Svona hljómuðu skjálftar næturinnar og morgunsins

Tveir stórir jarðskjálftar fundust vel á suðvesturhorninu í nótt og í morgun. Sá fyrri reið yfir klukkan 03:14 í nótt og var 5,1 að stærð. Bárust Veðurstofunni tilkynningar að hann hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur morgunskjálfti

Jarðskjálfti fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 08:49 í morgun. Stærð hans reyndist 4,6 en skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Skjálftinn varð rétt austur af Fagradalsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti af stærðinni 3,5 í Fagradalsfjalli

Á síðustu klukkustund hafa sex skjálftar yfir þrír á stærð mælst við Fagradalsfjall. Skjálftanna hefur orðið vart í Grindavík en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.

Innlent
Fréttamynd

Jarðhræringar á Reykjanesi: Kvikan á um eins kílómetra dýpi

Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi frá því á miðnætti en sérfræðingar telja þó jarðskjálftavirknina ekki í rénun. Kvikan sem ferðast á milli í kvikuganginum sem hefur myndast við Fagradalsfjall er að mati sérfræðinga á um eins kílómetra dýpi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju.

Innlent
Fréttamynd

Samhengi sóttvarna og jarðhræringa

Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Íbúafundur í Grindavík túlkaður á pólsku

Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla er lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og verður túlkaður á pólsku. Hægt er að horfa á fundinn á Youtube síðu Grindavíkurbæjar og á Vísi í spilaranum hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Að vera vitur eftir á

Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Svona hljómaði stóri skjálftinn í Grindavík í nótt

Stór jarðskjálfti reið yfir við Fagradalsfjall um klukkan tvö í nótt. Skjálftinn mældist 5 að stærð, sá stærsti í nokkra daga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, einkum í Grindavík, og varði í nokkrar sekúndur, ef marka má meðfylgjandi hljóðupptöku af skjálftanum.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­leg gossvæði orðin sjö

Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Mögulega von á áhlaupum næstu vikur

„Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjöl­farið

Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum.

Innlent
Fréttamynd

Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð

Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt

Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall.

Innlent
Fréttamynd

Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi

Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ný gögn stað­festa grun­semdir um að kvikan sé komin ansi ná­lægt yfir­borði

„Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Frey­steinn Sig­munds­son, jarðeðlis­fræðing­ur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni.

Innlent