Innlent

Ekki úti­lokað að hraun næði niður á Suður­strandar­veg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg.
Ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg. Vísir/Vilhelm

Ekki er talið að hraun muni renna yfir Reykjanesbraut, komi til eldgoss miðað við stöðuna nú á Reykjanesskaga, en ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg.

Þetta kemur fram í nýrri hraunflæðisspá eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Hópurinn birti í dag greiningu á líklegum rennslileiðum hrauns frá hugsanlegum gosum innan svæðisins við Keili og Fagradalsfjall, sem sýnt er á meðfylgjandi korti.

Dekkstu litirnir sýna líklegustu leiðir hraunsins en ljósir litir leiðir sem eru ólíklegri. Ekki hafa mælst merki um gosóróa á svæðinu síðan fyrir helgi.

20210306 10:15 Sæl aftur Hér er ný greining fyrir líklegar rennslisleiðir hrauns frá hugsanlegum gosum innan svæðisins...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Laugardagur, 6. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×