Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt

„Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar

Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi

Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Breyta reglu­gerð til að létta á sótt­varna­húsum

Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda.

Innlent
Fréttamynd

Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum.

Innlent
Fréttamynd

Værum við sátt við 1.074 Covid andlát? Gleymum ekki góðum árangri!

Því miður er það svo að enn á ný stöndum við frammi fyrir því að Covid er ekki horfið úr lífi okkar. Aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir fyrir Covid hér á landi en undanfarna daga. Eðlilega eru mörg okkar orðin þreytt á Covid og þeim truflunum sem Covid hefur haft á daglegt líf okkar. Margir bundu vonir við að í sumar kæmi Covid vandinn til með að leysast, samhliða viðtækum bólusetningum, en svo er ekki.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“

Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Ýmis kerfi komin að þolmörkum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 

Innlent
Fréttamynd

Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni

Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram.

Tónlist
Fréttamynd

Að vera óánægður í nýju vinnunni

Á tímum heimsfaraldurs upplifa flestir þakklæti fyrir það að hafa vinnu og framfærsluöryggi. Og þeir sem hafa upplifað atvinnuleysi, eru ekki síst þakklátir þegar þeir fá loksins starf. En hvað ef okkur líður þannig að við erum svo óánægð í nýju vinnunni? 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svona var 188. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Ísland fer að öllum líkindum á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Evrópu í dag vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi undanfarnar vikur. Kortið miðar við nýgengi smita hér á landi en flesti ríki Evrópu styðjast við sínar eigin skilgreiningar varðandi komu til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda

Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið.

Innlent