„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 08:56 Ásgeir Haraldsson, barnalæknir, segist skilja bólusetningarhik hjá foreldrum en verr geti hann skilið samsæriskenningar um bólusetningar. Vísir Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. Ásgeir Haraldsson er einn þeirra barnalækna sem stóð að könnun um hvort foreldrar barna undir 16 ára aldri væri opnir fyrir bólusetningu barna sinna gegn Covid-19. Könnunin var gerð áður en umræða um bólusetningu barna varð svo hávær og segir Ásgeir að um 80 prósent foreldranna, af 3.300 foreldrum, hafi sagt já við bólusetningu barna sinna. „Almennt er það þannig að íslenskir foreldrar eru mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum almennt. Það er mjög góð þátttaka í barnabólusetningum á Íslandi og eru mjög jákvæð við bólusetningu barnanna sinna gegn Covid,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir þessar niðurstöður hafa komið mjög jákvætt á óvart, sérstaklega þar sem könnunin var gerð áður en umræða um bólusetningu barna fór af stað. Hann segist skilja vel að fólk sé hikandi þegar kemur að nýjum meðferðum á börnum. „Bólusetningahik er mjög eðlilegur hlutur og á Íslandi mjög sjaldgæft en er vissulega til staðar. Ég átti von á að það væri meira með svona nýtt bóluefni sem er fyrst verið að reyna á á þessum síðustu tveimur árum.“ Krefjast almennilegra, viðurkenndra og öruggra rannsókna áður en meðferð hefst Ásgeir gaf út ásamt fleiri barnalæknum ráðleggingu fyrir hönd Barnaspítalans fyrir hálfu ári eða svo um að það væri ekki kominn tími til að bólusetja börn. Ástæðan var sú að Covid legðist síður á börn en fullorðna. „Engu að síður er það svo að Covid sýkir líka börn og ekki síst unglinga og þau geta orðið veik og þau geta orðið alvarlega veik og þau geta borið smit í aðra. Á þeim tíma lágu ekki fyrir rannsóknir á bóluefni gegn börnum. Núna eru þær byrjaðar að koma,“ segir Ásgeir. „Fyrst voru allar rannsóknir gerðar á annað hvort aldrinum 16 ára og eldri eða 18 ára og eldri. Slíkar rannsóknir á börnum lágu ekki fyrir og þá mælir maður ekki með því. Við krefjumst þess að það séu gerðar almennilegar, viðurkenndar, skipulagðar, góðar og öruggar rannsóknir áður en við förum í slíka meðferð,“ segir Ásgeir. Tvær slíkar rannsóknir séu þegar komnar inn, fyrir bóluefni Pfizer og Moderna og ná þær niður að tólf ára aldri. Hann segir að þar komi í ljós að aukaverkanir bóluefnisins séu mjög sjaldgæfar hjá börnum en virknin sé afar góð. Meðal verri aukaverkana hjá börnum sem komið hafa upp eru bólgur í gollurshúsi hjartans. Ásgeir segir það hljóma illa en þau börn sem hafi orðið fyrir því hafi náð sér vel. Andlát sé ekki meðal aukaverkana að sögn Ásgeirs. „En á hina vogarskálina verður maður að setja hvað gerist ef börn fá Covid. Það er auðvitað margfalt hættulegra. Því fylgja ekki bara þessi hefðbundnu einkenni eins og af öndunarfærasýkingum, því fylgja líka önnur einkenni sem eru skrítin eins og hjartaþelsbólga og fleira og eins hefur því verið lýst hjá börnum eins og hjá fullorðnum þetta sem kallast langtíma-Covid þar sem fólk er marga mánuði að jafna sig af þessum veikindum,“ segir Ásgeir. Engar meðferðir jafn mikið rannsakaðar og bólusetningar Hann segir svona langtímaveikindi ekki einsdæmi við Covid, þau hafi komið upp til dæmis eftir innflúensusýkingu og einkyrningssótt en þetta sé mjög skýrt eftir Covid. Mikil umræða hefur verið um bólusetningar í samfélaginu og hafa sumir sagt að verið sé að gera almenning að tilraunadýrum með bólusetningunum. Ásgeir segist ekki átta sig á þeirri orðræðu. „Ég átta mig ekki alveg á þessari orðræðu, þetta eru engin tilraunadýr en við erum að gera rannsóknir. Við byggjum alla okkar þekkingu á vísindum og rannsóknum og þannig byggjum við upp jafnt og þétt, skref fyrir skref, þekkingu. Það er engin meðferð í heiminum sem er eins mikið rannsökuð eins og bólusetningar,“ segir Ásgeir. Bólusetningar séu ekki nýjar af nálinni og fátt annað sé jafn vel rannsakað og bólusetningar. „Þegar við fórum af stað með Covid-bólusetningar í heiminum voru gerðar gríðarlega stórar rannsóknir. Tugir þúsunda einstaklinga, eða yfir hundrað þúsund einstaklinga, voru settir í hópa og rannsakað nákvæmlega hvað gerist þegar þú færð þetta bóluefni. Það kemur allt saman mjög vel út. Síðan er farið í að bólusetja og það er búið að skrá ótrúlega vel hvað gerist. Þetta gengur frábærlega vel og við veðrum að horfast í augu við það,“ segir Ásgeir. Á erfitt með að skilja alheimsvíðtækar samsæriskenningar Hann segir allt benda til að ef vel gangi að bólusetja hópa á aldrinum sextán til tuttugu muni að öllum líkindum ganga vel að bólusetja tólf til sextán ára. „En við verðum að gera rannsóknir. Það er það sem eru þessar tilraunir sem eru í gangi. Við erum að gera rannsóknir á afmörkuðum hópum og nú erum við í því og þá getum við sagt að gangi vel því við erum búin að sanna það. Hugsanlega getum við farið lægra í aldurshópi seinna.“ Hann segist sem ónæmisfræðingur telja að það sé alveg ljóst að langtímaáhrif sýkingarinnar séu mun meiri og víðtækari en langtímaáhrif bólusetninga. „Ég skil bólusetningarhik en ég á erfiðara með að skilja alheimsvíðtækar samsæriskenningar. En ég skil bólusetningarhik mjög vel, sérstaklega hjá foreldrum ungra barn,“ segir Ásgeir. „Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Hann bendir á að það sé ekki svo langt síðan fólk dó hér á landi úr sjúkdómum sem við teljum nær alveg útdauða í dag. „Það er ekkert svo langt síðan börn á Íslandi dóu úr mislingum, kíghósta eða barnaveiki. Fólk á Íslandi lamaðist og dó úr lömunarveiki. Og við erum ekki einu sinni farin að tala um bólusótt en bólusótt lauk á seinni hluta síðustu aldar. Bólusótt í heiminum tók fleiri líf á síðustu öld en allar styrjaldir, stríð og átök í heiminum samanlagt,“ segir Ásgeir. „Þannig að þetta er ótrúlegur ávinningur sem við höfum náð með bólusetningu. Spurningin er ekki að þú viljir vernda barnið þitt og ekki láta bóluetja það. Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5. ágúst 2021 22:51 Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45 Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ásgeir Haraldsson er einn þeirra barnalækna sem stóð að könnun um hvort foreldrar barna undir 16 ára aldri væri opnir fyrir bólusetningu barna sinna gegn Covid-19. Könnunin var gerð áður en umræða um bólusetningu barna varð svo hávær og segir Ásgeir að um 80 prósent foreldranna, af 3.300 foreldrum, hafi sagt já við bólusetningu barna sinna. „Almennt er það þannig að íslenskir foreldrar eru mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum almennt. Það er mjög góð þátttaka í barnabólusetningum á Íslandi og eru mjög jákvæð við bólusetningu barnanna sinna gegn Covid,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir þessar niðurstöður hafa komið mjög jákvætt á óvart, sérstaklega þar sem könnunin var gerð áður en umræða um bólusetningu barna fór af stað. Hann segist skilja vel að fólk sé hikandi þegar kemur að nýjum meðferðum á börnum. „Bólusetningahik er mjög eðlilegur hlutur og á Íslandi mjög sjaldgæft en er vissulega til staðar. Ég átti von á að það væri meira með svona nýtt bóluefni sem er fyrst verið að reyna á á þessum síðustu tveimur árum.“ Krefjast almennilegra, viðurkenndra og öruggra rannsókna áður en meðferð hefst Ásgeir gaf út ásamt fleiri barnalæknum ráðleggingu fyrir hönd Barnaspítalans fyrir hálfu ári eða svo um að það væri ekki kominn tími til að bólusetja börn. Ástæðan var sú að Covid legðist síður á börn en fullorðna. „Engu að síður er það svo að Covid sýkir líka börn og ekki síst unglinga og þau geta orðið veik og þau geta orðið alvarlega veik og þau geta borið smit í aðra. Á þeim tíma lágu ekki fyrir rannsóknir á bóluefni gegn börnum. Núna eru þær byrjaðar að koma,“ segir Ásgeir. „Fyrst voru allar rannsóknir gerðar á annað hvort aldrinum 16 ára og eldri eða 18 ára og eldri. Slíkar rannsóknir á börnum lágu ekki fyrir og þá mælir maður ekki með því. Við krefjumst þess að það séu gerðar almennilegar, viðurkenndar, skipulagðar, góðar og öruggar rannsóknir áður en við förum í slíka meðferð,“ segir Ásgeir. Tvær slíkar rannsóknir séu þegar komnar inn, fyrir bóluefni Pfizer og Moderna og ná þær niður að tólf ára aldri. Hann segir að þar komi í ljós að aukaverkanir bóluefnisins séu mjög sjaldgæfar hjá börnum en virknin sé afar góð. Meðal verri aukaverkana hjá börnum sem komið hafa upp eru bólgur í gollurshúsi hjartans. Ásgeir segir það hljóma illa en þau börn sem hafi orðið fyrir því hafi náð sér vel. Andlát sé ekki meðal aukaverkana að sögn Ásgeirs. „En á hina vogarskálina verður maður að setja hvað gerist ef börn fá Covid. Það er auðvitað margfalt hættulegra. Því fylgja ekki bara þessi hefðbundnu einkenni eins og af öndunarfærasýkingum, því fylgja líka önnur einkenni sem eru skrítin eins og hjartaþelsbólga og fleira og eins hefur því verið lýst hjá börnum eins og hjá fullorðnum þetta sem kallast langtíma-Covid þar sem fólk er marga mánuði að jafna sig af þessum veikindum,“ segir Ásgeir. Engar meðferðir jafn mikið rannsakaðar og bólusetningar Hann segir svona langtímaveikindi ekki einsdæmi við Covid, þau hafi komið upp til dæmis eftir innflúensusýkingu og einkyrningssótt en þetta sé mjög skýrt eftir Covid. Mikil umræða hefur verið um bólusetningar í samfélaginu og hafa sumir sagt að verið sé að gera almenning að tilraunadýrum með bólusetningunum. Ásgeir segist ekki átta sig á þeirri orðræðu. „Ég átta mig ekki alveg á þessari orðræðu, þetta eru engin tilraunadýr en við erum að gera rannsóknir. Við byggjum alla okkar þekkingu á vísindum og rannsóknum og þannig byggjum við upp jafnt og þétt, skref fyrir skref, þekkingu. Það er engin meðferð í heiminum sem er eins mikið rannsökuð eins og bólusetningar,“ segir Ásgeir. Bólusetningar séu ekki nýjar af nálinni og fátt annað sé jafn vel rannsakað og bólusetningar. „Þegar við fórum af stað með Covid-bólusetningar í heiminum voru gerðar gríðarlega stórar rannsóknir. Tugir þúsunda einstaklinga, eða yfir hundrað þúsund einstaklinga, voru settir í hópa og rannsakað nákvæmlega hvað gerist þegar þú færð þetta bóluefni. Það kemur allt saman mjög vel út. Síðan er farið í að bólusetja og það er búið að skrá ótrúlega vel hvað gerist. Þetta gengur frábærlega vel og við veðrum að horfast í augu við það,“ segir Ásgeir. Á erfitt með að skilja alheimsvíðtækar samsæriskenningar Hann segir allt benda til að ef vel gangi að bólusetja hópa á aldrinum sextán til tuttugu muni að öllum líkindum ganga vel að bólusetja tólf til sextán ára. „En við verðum að gera rannsóknir. Það er það sem eru þessar tilraunir sem eru í gangi. Við erum að gera rannsóknir á afmörkuðum hópum og nú erum við í því og þá getum við sagt að gangi vel því við erum búin að sanna það. Hugsanlega getum við farið lægra í aldurshópi seinna.“ Hann segist sem ónæmisfræðingur telja að það sé alveg ljóst að langtímaáhrif sýkingarinnar séu mun meiri og víðtækari en langtímaáhrif bólusetninga. „Ég skil bólusetningarhik en ég á erfiðara með að skilja alheimsvíðtækar samsæriskenningar. En ég skil bólusetningarhik mjög vel, sérstaklega hjá foreldrum ungra barn,“ segir Ásgeir. „Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Hann bendir á að það sé ekki svo langt síðan fólk dó hér á landi úr sjúkdómum sem við teljum nær alveg útdauða í dag. „Það er ekkert svo langt síðan börn á Íslandi dóu úr mislingum, kíghósta eða barnaveiki. Fólk á Íslandi lamaðist og dó úr lömunarveiki. Og við erum ekki einu sinni farin að tala um bólusótt en bólusótt lauk á seinni hluta síðustu aldar. Bólusótt í heiminum tók fleiri líf á síðustu öld en allar styrjaldir, stríð og átök í heiminum samanlagt,“ segir Ásgeir. „Þannig að þetta er ótrúlegur ávinningur sem við höfum náð með bólusetningu. Spurningin er ekki að þú viljir vernda barnið þitt og ekki láta bóluetja það. Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5. ágúst 2021 22:51 Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45 Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5. ágúst 2021 22:51
Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. 6. júlí 2021 10:45
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54