Að búa í samfélagi Brynjólfur Magnússon skrifar 6. ágúst 2021 12:30 Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar. Heimsbyggðin tók höndum saman í að fylkja sér bak við vísindin og upp úr krafsinu kom þróun árangursríkra bóluefna á methraða. Í dag hefur varla nokkru ríki í heiminum gengið betur að bólusetja íbúa en okkur Íslendingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Þó enn sé talsvert um kórónuveirusmit gera alvarleg veikindi aðeins vart við sig hjá brotabroti smitaðra. Yfirgnæfandi meirihluti greindra finnur fyrir litlum sem engum einkennum. Með þessu hefur stærsta markmiði bólusetninga verið náð, enda var því aldrei lofað að ekki myndi framar greinast veira í nef- og munnholi fólks. Þvert á móti átti að draga úr hættunni svo unnt yrði að lifa með veirunni, rétt eins og öðrum pestum sem hrjá mannlegt samfélag. Síðustu vikur hafa fjölmiðlar hins vegar lagt mikið púður í að dæla út fréttum um tíðni smita, oft án nokkurs vitræns samhengis við einkenni, veikindi og alvarleika þeirra, stöðu bólusetninga og aðra þætti sem máli skipta. Fyrir tæpum tveimur vikum tóku stjórnvöld upp þráðinn að nýju þegar heilbrigðisráðherra setti aftur á tímabundnar strangar hegðunarreglur. Markmiðið var að gæta ítrustu varúðar meðan kannað yrði hvort alvarleg útbreidd veikindi gerðu vart við sig. Það er sannarlega gleðiefni að sú er ekki raunin. Nokkrir hafa þurft á innlögn á spítala að halda og þó það sé aldrei gott þá virðist blessunarlega lítil hætta á ferðum og erlend gögn sýna sömu þróun. Þó börn hafi enn aðeins verið bólusett í litlum mæli virðast jafnframt hverfandi líkur á að börn séu í hættu vegna veirunnar, hafa fá börn veikst hingað til og ekkert alvarlega, líkt og barnasmitsjúkdómalæknir ítrekaði á dögunum. Þegar kemur að sjúkrahúsinnlögnum er vert að huga að sögulegu samhengi hlutanna. Veturinn 2017 lágu 24 á spítala í einum mánuði vegna inflúensu og 28 manns lágu samtímis inni haustið 2009. Árin þar í kring hafa tölurnar verið nokkuð lægri, en oft ekki ósambærilegar þeim fjölda sem nú hefur þurft að leggjast inn vegna veirunnar. Á þeim tíma kom aldrei til umræðu að setja langvarandi höft á mannlegt samfélag, senda fólk í sóttkví í stórum stíl, ákveða hversu margir mættu hittast í einu, takmarka opnunartíma ýmissa rekstraraðila eða banna hinar ýmsu samkomur. Þó árlegri inflúensu verði ekki að öllu leyti jafnað til heimsfaraldursins hlýtur þessi samanburður að skipta máli þegar rætt er um alvarleg veikindi og álag á heilbrigðiskerfið. Það ætti tæplega að vera öflugu kerfi sem fær stöðugt aukin ríkisframlög um megn að nú sé á annan tug sjúklinga til skoðunar eða eftir atvikum meðferðar á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Varðandi harðar aðgerðir, lokanir og takmarkanir á ýmissi starfsemi þá verður einnig að taka inn í myndina aðra þætti og afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér, svo sem áhrif á almenna lýðheilsu og geðheilbrigði þjóðar, félagsleg áhrif, tíðni sjálfsvíga og áhrif á tíðni og alvarleika heimilisofbeldis svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að vega og meta og reyna eftir fremsta megni að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í þessu tilliti. Ákvörðunin sem stjórnvöld standa frammi fyrir þann 13. ágúst mun marka tímamót. Þar verður ákveðið hvort gera eigi einhvers konar varanlegar breytingar á íslensku samfélagi vegna sóttar sem eru hverfandi líkur á að valdi alvarlegum veikindum eða dauða í bólusettu landi. Ætlum við að halda áfram að senda fólk í sóttkví, einangrun og láta það ganga um grímuklætt í smærri hópum með lögbundna fjarlægð sín á milli, eða ætlum við nú að lifa með veirunni, eins og öðrum hættum sem fylgja því óhjákvæmilega að búa í samfélagi? Höfundur er lögfræðingur.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun