Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2021 21:46 Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. samsett Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. Í tölvupósti sem deildarstjórinn sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í gærkvöldi eru þeir hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar, segir í samtali við fréttastofu að megintilgangurinn með póstinum hafi verið að fá stjórnendur til að upplýsa deildina um allar fyrirspurnir til að auka yfirsýn og tryggja að þeim sé beint á réttan stað. Stjórnendum sé áfram heimilt að taka símann og svara beinum fyrirspurnum fréttamanna ef þeir treysta sér til þess. „Mannskapurinn hefur verið að svara eftir bestu getu í faraldrinum og mun halda því áfram.“ Forstjóri spítalans vill ekki tjá sig Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hyggst ekki gefa kost á viðtali vegna málsins. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Lögreglan Skiptar skoðanir eru um tilmælin innan spítalans. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætti ekki von á öðru en að það myndi finnast góð lending í málinu þar sem opin og eðlileg samskipti haldi áfram að eiga sér stað. Eðlilegt væri að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum faraldursins. Biðst afsökunar ef hann hefur stuðað fólk Í tölvupóstinum sem fréttastofa hefur undir höndum eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. Stefán segir að orðalagið hafi verið óheppilegt og hann biðjist afsökunar á því ef það hafi stuðað fólk. „Mér finnst fjölmiðlar ekkert frekar skrattakollar heldur en börnin mín þegar þau eru að prakkarast eitthvað.“ Nýbúið hafi verið að kalla hann úr nýhöfnu sumarleyfi þegar pósturinn var skrifaður en fjöldi starfsmanna spítalans hafa þurft að fresta orlofstöku eftir að hann var færður á hættustig. „Ég var bara þreyttur og hefði átt að nota einhvern annan talsmáta en að kalla ykkur skrattakolla,“ segir Stefán í samtali við blaðamann. Ekki verið að múlbinda stjórnendur Stefán segir að það sé hlutverk samskiptadeildarinnar að halda utan um allar fyrirspurnir sem berist spítalanum frá fjölmiðlum. Fimm til tíu fyrirspurnir berist spítalanum á jafnaði á hverjum degi en sá fjöldi hafi tvöfaldast eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrra. „Þessar fyrirspurnir flæða um allan spítalann og ef samskiptadeildin heldur ekki utan um þær og veit af þeim þá höfum við enga yfirsýn og getum ekki tryggt að öllum sé svarað.“ „Við erum ekkert að ritstýra eða múlbinda stjórnendur eða nokkurn skapaðan hlut. En það hefur gerst í faraldrinum að fjölmiðlar eru komnir með bein símanúmer hjá öllu okkar starfsfólki og þeir eru ekki meðvitaðir um hverjir séu á vaktinni eða í fríi, það er hins vegar í verkahring samskiptadeildar að vita þetta,“ segir Stefán. En er stjórnendum ekki treystandi fyrir því að setja sín eigin viðmið og beina því til fréttamanna ef þeir vilja takmarka fyrirspurnir? „Við höfum litið svo á að það sé áreiti fyrir hvern og einn að þurfa að meta það hverju sinni.“ Mikið álag hefur verið á Landspítalanum að undanförnu sem er nú á hættustigi.Vísir/Vilhelm Stjórnendur stýri því hver tjái sig fyrir hönd spítalans Aðspurður um það hvort starfsmönnum verði áfram heimilt að svara símtölum og skilaboðum frá fréttamönnum án þess að ráðfæra sig við samskiptadeildina segir Stefán svo vera. „Þeir stjórnendur sem treysta sér til að svara, eru í vinnunni, hafa til þess tíma og eru í stuði, þá er það bara sjálfsagt. Við skiptum okkur ekkert af því en mér þykir þægilegra að vita af fyrirspurninni.“ Í umræddum tölvupósti biður Stefán starfsmenn þó um að „vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum“ beint til sín. Stefán segir í samtali við Vísi að það sé í verkahring sérfræðinga á spítalanum en ekki samskiptadeildar að ákveða hverjir veita viðtöl eða eru fengnir til að svara þeim fyrirspurnum sem berast deildinni. „Við erum ekki að setja fólki neinar skorður, við erum einfaldlega að segja fólki að láta okkur vita af þeim fyrirspurnum sem berast.“ „Þetta er engin hliðarvarsla. Ég held að sumir fjölmiðlar hafi kannski aðeins oflesið í þetta.“ Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. 5. ágúst 2021 19:26 Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Í tölvupósti sem deildarstjórinn sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í gærkvöldi eru þeir hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar, segir í samtali við fréttastofu að megintilgangurinn með póstinum hafi verið að fá stjórnendur til að upplýsa deildina um allar fyrirspurnir til að auka yfirsýn og tryggja að þeim sé beint á réttan stað. Stjórnendum sé áfram heimilt að taka símann og svara beinum fyrirspurnum fréttamanna ef þeir treysta sér til þess. „Mannskapurinn hefur verið að svara eftir bestu getu í faraldrinum og mun halda því áfram.“ Forstjóri spítalans vill ekki tjá sig Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hyggst ekki gefa kost á viðtali vegna málsins. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Lögreglan Skiptar skoðanir eru um tilmælin innan spítalans. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann ætti ekki von á öðru en að það myndi finnast góð lending í málinu þar sem opin og eðlileg samskipti haldi áfram að eiga sér stað. Eðlilegt væri að fjölmiðlar leiti til þeirra sem hafa mestu sérþekkinguna á málum faraldursins. Biðst afsökunar ef hann hefur stuðað fólk Í tölvupóstinum sem fréttastofa hefur undir höndum eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. Stefán segir að orðalagið hafi verið óheppilegt og hann biðjist afsökunar á því ef það hafi stuðað fólk. „Mér finnst fjölmiðlar ekkert frekar skrattakollar heldur en börnin mín þegar þau eru að prakkarast eitthvað.“ Nýbúið hafi verið að kalla hann úr nýhöfnu sumarleyfi þegar pósturinn var skrifaður en fjöldi starfsmanna spítalans hafa þurft að fresta orlofstöku eftir að hann var færður á hættustig. „Ég var bara þreyttur og hefði átt að nota einhvern annan talsmáta en að kalla ykkur skrattakolla,“ segir Stefán í samtali við blaðamann. Ekki verið að múlbinda stjórnendur Stefán segir að það sé hlutverk samskiptadeildarinnar að halda utan um allar fyrirspurnir sem berist spítalanum frá fjölmiðlum. Fimm til tíu fyrirspurnir berist spítalanum á jafnaði á hverjum degi en sá fjöldi hafi tvöfaldast eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrra. „Þessar fyrirspurnir flæða um allan spítalann og ef samskiptadeildin heldur ekki utan um þær og veit af þeim þá höfum við enga yfirsýn og getum ekki tryggt að öllum sé svarað.“ „Við erum ekkert að ritstýra eða múlbinda stjórnendur eða nokkurn skapaðan hlut. En það hefur gerst í faraldrinum að fjölmiðlar eru komnir með bein símanúmer hjá öllu okkar starfsfólki og þeir eru ekki meðvitaðir um hverjir séu á vaktinni eða í fríi, það er hins vegar í verkahring samskiptadeildar að vita þetta,“ segir Stefán. En er stjórnendum ekki treystandi fyrir því að setja sín eigin viðmið og beina því til fréttamanna ef þeir vilja takmarka fyrirspurnir? „Við höfum litið svo á að það sé áreiti fyrir hvern og einn að þurfa að meta það hverju sinni.“ Mikið álag hefur verið á Landspítalanum að undanförnu sem er nú á hættustigi.Vísir/Vilhelm Stjórnendur stýri því hver tjái sig fyrir hönd spítalans Aðspurður um það hvort starfsmönnum verði áfram heimilt að svara símtölum og skilaboðum frá fréttamönnum án þess að ráðfæra sig við samskiptadeildina segir Stefán svo vera. „Þeir stjórnendur sem treysta sér til að svara, eru í vinnunni, hafa til þess tíma og eru í stuði, þá er það bara sjálfsagt. Við skiptum okkur ekkert af því en mér þykir þægilegra að vita af fyrirspurninni.“ Í umræddum tölvupósti biður Stefán starfsmenn þó um að „vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum“ beint til sín. Stefán segir í samtali við Vísi að það sé í verkahring sérfræðinga á spítalanum en ekki samskiptadeildar að ákveða hverjir veita viðtöl eða eru fengnir til að svara þeim fyrirspurnum sem berast deildinni. „Við erum ekki að setja fólki neinar skorður, við erum einfaldlega að segja fólki að láta okkur vita af þeim fyrirspurnum sem berast.“ „Þetta er engin hliðarvarsla. Ég held að sumir fjölmiðlar hafi kannski aðeins oflesið í þetta.“ Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. 5. ágúst 2021 19:26 Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. 5. ágúst 2021 19:26
Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5. ágúst 2021 16:43