Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Þjóðargersemin“ Kafteinn Moore verður aðlaður

Hinn 100 ára gamli Tom Moore, sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni sem kafteinn í breska hernum og safnaði tæpum sex milljörðum króna til styrktar Heilbrigðisstofnunar Bretlands (NHS) í apríl mánuði, verður aðlaður af Elísabetu II Bretadrottningu og fær því heiðursriddaranafnbót.

Erlent
Fréttamynd

„Bóluefni má ekki bara vera fyrir þau ríku“

Bóluefnið verður að vera aðgengilegt fyrir alla. Við getum ekki látið stöðuna verða þá að eingöngu þau ríku geti verið bólusett vegna þess að eitt fyrirtæki eigi réttinn að framleiðslu bóluefnisins,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York á blaðamannafundi sínum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“

Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú.

Innlent
Fréttamynd

Barcelona opnar strendurnar á ný

Fólk sem býr innan við kílómetra frá baðströndum Barcelona á Spáni verður heimilt að snúa aftur á strendurnar til að baða sig í sólinni frá og með morgundeginum.

Erlent