Sport

Fari Ólympíuleikarnir ekki fram næsta sumar þá verður þeim aflýst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thomas Bach segir að Ólympíuleikunum í Tókýó verði aflýst fari þeir ekki fram næsta sumar.
Thomas Bach segir að Ólympíuleikunum í Tókýó verði aflýst fari þeir ekki fram næsta sumar. EPA-EFE/DENIS BALIBOUSE

Verði ekki hægt að Ólympíuleikana í Tókýó í Japan næsta sumar á tilsettum tíma verður þeim einfaldlega aflýst. Þetta segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC.

Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí næstkomandi en var líkt og Evrópumótinu í knattspyrnu frestað fram á næsta sumar vegna kórónufaraldursins. Japönsk stjórnvöld eiga að hafa gefið það skýrt til greina að frekari frestun á leikunum væri ekki möguleg.

„Í viðræðum við forsætisráðherra Japans setti hann fram mjög skýr tilmæli að sumarið 2021 væri síðasti séns til að halda Ólympíuleikana. Ég hef skilning á því þar sem það gengur ekki upp að hafa þrjú til fimm þúsund starfsmenn í vinnu í skipulagsnefnd að eilífu.“

„Ekki er hægt að umturna dagatali allra alþjóðlegu íþróttasambandanna árlega sem og ekki er hægt að bjóða íþróttafólki upp á slíka óvissu,“ sagði Bach í samtali við BBC.

Bach fer einnig yfir þá miklu vinnu sem fylgir því að endurskipuleggja leikanna. Þá séu engar áætlanir um hvernig skal bregðast við aðstæðum sem þessum þar sem þetta hefur aldrei gerst áður og engum hafi dottið til hugar að heimsfaraldur gæti frestað Ólympíuleikunum líkt og kórónufaraldurinn hefur gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×