Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“

Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann telur að láta eigi af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“

Innlent
Fréttamynd

„Forgangsmál“ að halda skólastarfi gangandi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti í upphafi skólaárs. Hins vegar gæti þurft að grípa til harðari sóttvarnaaðgerða náist ekki að halda kórónufaraldrinum í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Of snemmt að fagna

Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús.

Fréttir
Fréttamynd

Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin

Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst.

Erlent
Fréttamynd

Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi

Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Milljónum aftur gert að halda sig heima

Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið.

Erlent
Fréttamynd

Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars

Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni.

Innlent