Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 15:22 Ferðalangar frá Íslandi gætu þurft að sæta sóttkví við komuna til Evrópuríkja, fari svo að Ísland lendi á rauðum lista annarra landa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent