COVID-19: Afleiðingarnar alvarlegri en sjúkdómurinn fyrir börn Heimsljós 6. ágúst 2020 13:25 UNICEF óttast að 6,7 milljónir barna yngri en fimm ára bætist í hóp hættulegra vannræðra barna á þessu ári vegna félagslegra og efnahagslegra áhrifa COVID-19. sameinuðu þjóðirnar Þótt börn séu ekki mörg meðal þeirra rúmlega 700 þúsund einstaklinga sem látist hafa af völdum COVID-19 deyja þúsundir barna vegna óbeinna afleiðinga faraldursins og milljónir barna eru í lífshættu, einkum vegna vannæringar í fátækjum ríkjum. Alvarlegur misbrestur hefur einnig orðið á lífsnauðsynlegum bólusetningum barna meðal margra þjóða með veikburða heilbrigðiskerfi. Skólaganga er víða í molum og öryggi barna og vellíðan er ógnað. Óttast er að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla. „Mörg börn finna fyrir auknum kvíða og þau verða fyrir ofbeldi í vaxandi mæli bæði innan heimilis og í samfélögum þeirra. Lokun skóla hefur margvísleg neikvæð áhrif, ekki aðeins menntunarlega séð, heldur einnig sálfélagsleg áhrif á viðkvæmu mótunarskeiði. Börnin sem áður bjuggu við erfiðar og hættulegar aðstæður búa nú við enn verri kjör,“ segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna World Vision – 100 Days On, COVID-19 Emergency Response. Greiningar samtakanna í 24 ríkjum Afríku sunnan Sahara, Asíu og Suður-Ameríku sýna að aðstæður barna versna hratt, tugir milljóna heimila hafa takmarkaðar eða engar matarbirgðir, börn eru neydd til að vinna eða betla og stúlkur eru í vaxandi mæli seldar í hjónabönd, svo dæmi séu nefnd. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, óttast að 6,7 milljónir barna yngri en fimm ára bætist í hóp hættulegra vannræðra barna á þessu ári vegna félagslegra og efnahagslegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins. Samkvæmt greiningu sem birt var í læknatímaritinu The Lancet á dögunum eru 80 prósent þessara barna frá Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu. „Liðnir eru sjö mánuðir frá því fyrstu COVID-19 tilvikin voru tilkynnt og það verður æ ljósara að afleiðingar heimsfaraldursins valda börnum meiri skaða en sjúkdómurinn sjálfur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún nefnir að fátækt heimila og fæðuóöryggi hafi aukist, matvælaverð hafi hækkað mikið og hollustu í fæði barna hafi hrakað með tilheyrandi fjölgun vannærðra barna. Áður en kórónaveirufaraldurinn gaus upp voru 47 milljónir barna í heiminum greind með vaxtarhömlun en að óbreyttu gætu þeim börnum fjölgað upp í 54 milljónir á þessu ári, sem yrði metfjöldi á þessari öld. Í greiningunni í Lancet kemur fram að algengi vaxtarhömlunar meðal barna yngri en fimm ára gæti aukist um 14,3 prósent í lág- og millitekjuríkjum á þessu ári vegna COVID-19. „Slík aukning á vannæringu barna gæti þýtt yfir tíu þúsund dauðsföll til viðbótar á hverjum mánuði og helmingur þeirra yrði í Afríku sunnan Sahara,“ segir UNICEF. Samkvæmt greiningunni gæti dauðsföllum barna yngri en fimm ára fjölgað um 128.605 á árinu vegna óbeinna afleiðinga farsóttarinnar. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Utanríkismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent
Þótt börn séu ekki mörg meðal þeirra rúmlega 700 þúsund einstaklinga sem látist hafa af völdum COVID-19 deyja þúsundir barna vegna óbeinna afleiðinga faraldursins og milljónir barna eru í lífshættu, einkum vegna vannæringar í fátækjum ríkjum. Alvarlegur misbrestur hefur einnig orðið á lífsnauðsynlegum bólusetningum barna meðal margra þjóða með veikburða heilbrigðiskerfi. Skólaganga er víða í molum og öryggi barna og vellíðan er ógnað. Óttast er að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla. „Mörg börn finna fyrir auknum kvíða og þau verða fyrir ofbeldi í vaxandi mæli bæði innan heimilis og í samfélögum þeirra. Lokun skóla hefur margvísleg neikvæð áhrif, ekki aðeins menntunarlega séð, heldur einnig sálfélagsleg áhrif á viðkvæmu mótunarskeiði. Börnin sem áður bjuggu við erfiðar og hættulegar aðstæður búa nú við enn verri kjör,“ segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna World Vision – 100 Days On, COVID-19 Emergency Response. Greiningar samtakanna í 24 ríkjum Afríku sunnan Sahara, Asíu og Suður-Ameríku sýna að aðstæður barna versna hratt, tugir milljóna heimila hafa takmarkaðar eða engar matarbirgðir, börn eru neydd til að vinna eða betla og stúlkur eru í vaxandi mæli seldar í hjónabönd, svo dæmi séu nefnd. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, óttast að 6,7 milljónir barna yngri en fimm ára bætist í hóp hættulegra vannræðra barna á þessu ári vegna félagslegra og efnahagslegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins. Samkvæmt greiningu sem birt var í læknatímaritinu The Lancet á dögunum eru 80 prósent þessara barna frá Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu. „Liðnir eru sjö mánuðir frá því fyrstu COVID-19 tilvikin voru tilkynnt og það verður æ ljósara að afleiðingar heimsfaraldursins valda börnum meiri skaða en sjúkdómurinn sjálfur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún nefnir að fátækt heimila og fæðuóöryggi hafi aukist, matvælaverð hafi hækkað mikið og hollustu í fæði barna hafi hrakað með tilheyrandi fjölgun vannærðra barna. Áður en kórónaveirufaraldurinn gaus upp voru 47 milljónir barna í heiminum greind með vaxtarhömlun en að óbreyttu gætu þeim börnum fjölgað upp í 54 milljónir á þessu ári, sem yrði metfjöldi á þessari öld. Í greiningunni í Lancet kemur fram að algengi vaxtarhömlunar meðal barna yngri en fimm ára gæti aukist um 14,3 prósent í lág- og millitekjuríkjum á þessu ári vegna COVID-19. „Slík aukning á vannæringu barna gæti þýtt yfir tíu þúsund dauðsföll til viðbótar á hverjum mánuði og helmingur þeirra yrði í Afríku sunnan Sahara,“ segir UNICEF. Samkvæmt greiningunni gæti dauðsföllum barna yngri en fimm ára fjölgað um 128.605 á árinu vegna óbeinna afleiðinga farsóttarinnar.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Utanríkismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent