Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:21 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53