Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:21 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent