Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Börn og starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í sóttkví

Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Landsstjórn Færeyja kynnir björgunarpakka fyrir flugið

Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu

Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Tómar fangageymslur í nótt

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tómar snemma í morgun sem þykir sæta tíðindum. Samkomubann og takmarkanir á starfsemi veitinga- og öldurhúsa hefur nú verið í gildi um nokkurra vikna skeið.

Innlent
Fréttamynd

Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð

21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir.

Innlent
Fréttamynd

Sjúk­lingur smitaður á Vogi

Sjúklingur á Vogi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag. Þetta staðfestir yfirlæknir á Vogi í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu

Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000

Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Býst við fleiri smitum á Landakoti

Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir.

Innlent
Fréttamynd

76 ný kórónuveirusmit í gær

Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni

Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri

Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar.

Erlent
Fréttamynd

Hópsmit á Landakoti

Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað.

Innlent