Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2020 23:00 Guðlaugur (t.h.) ásamt fjölskyldu sinni. Guðlaugur smitaðist af kórónuveirunni á Landakoti og liggur nú á Covid-göngudeild Landspítalans í Fossvogi. Aðsend Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. Guðlaugur greindist smitaður af Covid-19 í gær og er hann einn nítján sjúklinga af Landakoti sem hafa greinst með veiruna. Hann er nú lagstur inn á spítala vegna veikindanna en hann er í miklum áhættuhópi. Dóttir hans segir hann blessunarlega ekki mjög veikan Guðlaugur lá inni á Landakoti í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili en hann þarf á mikill endurhæfingu að halda eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á árinu. Fjölskyldan komst að þeirri niðurstöðu að af þeim úrræðum sem væru í boði fyrir hann væri pláss sem hann fengi í Stykkishólmi best, en þar væri best sjúkra- og iðjuþjálfun. „Það var einhver löngu búinn að fara í skimun og löngu komin upp einkenni“ Það varð úr og lá fyrir að hann skyldi fluttur í Stykkishólm síðastliðinn fimmtudag. Börnin hans þrjú, Hallgerður, Ingibjörg og Óskar heimsóttu Guðlaug til að kveðja hann á miðvikudaginn áður en hann flytti í Stykkishólm. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl í Hólminn á fimmtudag en þegar bíllinn var kominn á bílaplanið fyrir utan sjúkrahúsið þar bárust upplýsingar um að smit hefði komið upp á deildinni hans á Landakoti og þyrfti hann því að snúa aftur til Reykjavíkur. „Hann átti að fara í sjúkrabíl klukkan eitt, sjúkrabíllinn kemur seint og hann fer af stað um tvö. Það er ekki fyrr en hann er kominn á áfangastað sem er búið að staðfesta að smit hafi komið upp. Sem þýðir auðvitað að það er einhver löngu búinn að fara í skimun og löngu komin upp einhver einkenni. Það er ekki eins og það hafi bara komið upp þegar hann er mættur í Hólminn. Þetta finnst mér skrítið,“ segir Óskar, sonur Guðlaugs. Kom ekki á óvart þegar smit kom upp á Eyrarbakka Hallgerður dóttir Guðlaugs segist hafa verið í sambandi við pabba sinn þegar hann var á leiðinni í Stykkishólm og hafi því, þegar hún fékk símtal frá Landakoti klukkan fimm, haldið að það væri pabbi hennar að hringja og láta hana vita að hann væri kominn á áfangastað. Svo hafi ekki verið, en þá var verið að láta hana vita af því að sjúkrabílnum hafi verið snúið við vegna smits á stofnuninni. Hallgerður Guðlaugsdóttir (t.v.) segir ótrúlegt ábyrgðarleysi af hálfu Landakots að hafa sent pabba hennar í Stykkishólm þegar grunur var um smit á deildinni hans á Landakoti.Aðsend „Það er ekki fyrr en daginn eftir sem systir mín og mamma gera sér grein fyrir að þetta er ekki nægur tími, þessir tveir tímar sem tekur að keyra í Stykkishólm, auðvitað var búið að taka sýni. Það var kominn upp grunur hjá einhverjum sjúklingi á deildinni um smit áður en hann var lagður af stað,“ segir Hallgerður. „Ég veit ekki til þess að það sé einhver hraðafgreiðsla á sýnum. Ég vinn sjálf á hjúkrunarheimili og þar höfum við þurft að óska eftir sýnatöku. Það hraðasta sem við höfum fengið sýni afgreidd eru fjórir klukkutímar.“ Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart þegar fréttir bárust í dag um að smit hafi komið upp á Eyrarbakka og grunur væri um smit á Reykjalundi. Þeir staðir hafi báðir komið til greina þegar ákveða þurfti hvert Guðlaugur skyldi fara í endurhæfingu. Hefði allt gengið eins og áætlað var hefði Guðlaugur verið kominn inn í Stykkishólmi Óskar segist mjög sleginn yfir því að fyrst grunur hafi verið um smit á Landakoti að allt hafi gengið eins og vanalega. „Mér finnst skrítið að fyrst grunur var um smit að allt rúllaði áfram eins og það væri ekkert vandamál. Af hverju flutningur sjúklinga hélt áfram ef það var grunur um smit. Maður hefði haldið að allt yrði stoppað,“ segir hann. „Þannig að ef sjúkrabílinn hefði verið á réttum tíma hefði hann verið kominn þarna inn í Stykkishólmi og kannski búinn að smita einhvern þar. Það finnst mér mjög skrítið,“ segir Óskar. „Ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Hallgerður segir ferðina í Stykkishólm hafa verið erfiða fyrir pabba hennar. „Þetta var mjög erfitt fyrir hann að fara í þessa ökuferð og ég var mjög svekkt að hann skyldi vera sendur í fjögurra og hálfs tíma ökuferð. Hann er lamaður öðru megin, hann fær hjartaverk og taugaverk og er með verki í líkamanum.“ „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi. Það er verið að senda hann í lítið samfélag út fyrir höfuðborgina þegar tilmæli til allra höfuðborgarbúa eru að halda sig innan höfuðborgarinnar. Ég skil alveg að það þurfi að finna lausnir fyrir biðsjúklingana og ef það var ekki kominn grunur um smit þegar þessi sjúklingur var sendur á Eyrarbakka, maður getur ekki spáð fyrir um það. En ef það var búið að taka sýni á deildinni hans er það alveg ótrúlegt, ég næ ekki alveg utan um það,“ segir Hallgerður. „Ef það reynist ekki fölsk niðurstaða er það kraftaverk“ Óskar segist hugsi yfir því hvers vegna þau systkini hafi ekki verið boðuð í skimun eftir heimsóknina á Landakot. „Svo er spurningin hvort við systkinin hefðum getað smitast. Við mættum þarna á Landakot til að kveðja pabba okkar, því þá var staðan þannig að hann var að fara að flytja í Stykkishólm. Þá vissum við ekki af mögulegu Covid-smiti á Landakoti. Af því að við hefðum getað smitast erum við allar fjölskyldurnar í sjálfsskipaðri sóttkví,“ segir Óskar. Hallgerður segist sjálf hafa verið með einkenni Covid-19 en hún fór í sýnatöku í dag og reyndist ekki smituð af veirunni. „Ef það reynist ekki fölsk niðurstaða finnst mér að eiginlega kraftaverk,“ segir hún. Hún var í um fjóra klukkutíma á Landakoti á miðvikudaginn til að kveðja pabba sinn og hjálpa honum að pakka fyrir flutningana. „Þetta er búið að vera svo ofsalega mikið áfall með pabba á þessu ári og ég faðmaði hann bless.“ Hún segist einnig hissa á því að aðeins sextán hafi ekki verið í sóttkví við greiningu á Covid-19 í gær eins og sagði í tölum á covid.is. „Ég hugsaði: já ókei, er verið að telja alla sjúklingana sem smituðust á Landakoti eins og þeir væru í sóttkví? Það getur bara ekki staðist. Allir sem fá heimsókn fá heimsókn frá einhverjum með grímu en starfsfólkið getur ekki vaktað hvernig fólk ber sig. Það er enginn að heimsækja aldraðan ástvin í þessu ástandi og situr tveimur metrum frá manneskju sem heyrir illa og með grímu. Það getur bara ekki verið. Mér fannst svolítið gróft að telja þau með í sóttkví,“ segir Hallgerður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Stykkishólmur Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. Guðlaugur greindist smitaður af Covid-19 í gær og er hann einn nítján sjúklinga af Landakoti sem hafa greinst með veiruna. Hann er nú lagstur inn á spítala vegna veikindanna en hann er í miklum áhættuhópi. Dóttir hans segir hann blessunarlega ekki mjög veikan Guðlaugur lá inni á Landakoti í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili en hann þarf á mikill endurhæfingu að halda eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á árinu. Fjölskyldan komst að þeirri niðurstöðu að af þeim úrræðum sem væru í boði fyrir hann væri pláss sem hann fengi í Stykkishólmi best, en þar væri best sjúkra- og iðjuþjálfun. „Það var einhver löngu búinn að fara í skimun og löngu komin upp einkenni“ Það varð úr og lá fyrir að hann skyldi fluttur í Stykkishólm síðastliðinn fimmtudag. Börnin hans þrjú, Hallgerður, Ingibjörg og Óskar heimsóttu Guðlaug til að kveðja hann á miðvikudaginn áður en hann flytti í Stykkishólm. Hann var svo fluttur með sjúkrabíl í Hólminn á fimmtudag en þegar bíllinn var kominn á bílaplanið fyrir utan sjúkrahúsið þar bárust upplýsingar um að smit hefði komið upp á deildinni hans á Landakoti og þyrfti hann því að snúa aftur til Reykjavíkur. „Hann átti að fara í sjúkrabíl klukkan eitt, sjúkrabíllinn kemur seint og hann fer af stað um tvö. Það er ekki fyrr en hann er kominn á áfangastað sem er búið að staðfesta að smit hafi komið upp. Sem þýðir auðvitað að það er einhver löngu búinn að fara í skimun og löngu komin upp einhver einkenni. Það er ekki eins og það hafi bara komið upp þegar hann er mættur í Hólminn. Þetta finnst mér skrítið,“ segir Óskar, sonur Guðlaugs. Kom ekki á óvart þegar smit kom upp á Eyrarbakka Hallgerður dóttir Guðlaugs segist hafa verið í sambandi við pabba sinn þegar hann var á leiðinni í Stykkishólm og hafi því, þegar hún fékk símtal frá Landakoti klukkan fimm, haldið að það væri pabbi hennar að hringja og láta hana vita að hann væri kominn á áfangastað. Svo hafi ekki verið, en þá var verið að láta hana vita af því að sjúkrabílnum hafi verið snúið við vegna smits á stofnuninni. Hallgerður Guðlaugsdóttir (t.v.) segir ótrúlegt ábyrgðarleysi af hálfu Landakots að hafa sent pabba hennar í Stykkishólm þegar grunur var um smit á deildinni hans á Landakoti.Aðsend „Það er ekki fyrr en daginn eftir sem systir mín og mamma gera sér grein fyrir að þetta er ekki nægur tími, þessir tveir tímar sem tekur að keyra í Stykkishólm, auðvitað var búið að taka sýni. Það var kominn upp grunur hjá einhverjum sjúklingi á deildinni um smit áður en hann var lagður af stað,“ segir Hallgerður. „Ég veit ekki til þess að það sé einhver hraðafgreiðsla á sýnum. Ég vinn sjálf á hjúkrunarheimili og þar höfum við þurft að óska eftir sýnatöku. Það hraðasta sem við höfum fengið sýni afgreidd eru fjórir klukkutímar.“ Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart þegar fréttir bárust í dag um að smit hafi komið upp á Eyrarbakka og grunur væri um smit á Reykjalundi. Þeir staðir hafi báðir komið til greina þegar ákveða þurfti hvert Guðlaugur skyldi fara í endurhæfingu. Hefði allt gengið eins og áætlað var hefði Guðlaugur verið kominn inn í Stykkishólmi Óskar segist mjög sleginn yfir því að fyrst grunur hafi verið um smit á Landakoti að allt hafi gengið eins og vanalega. „Mér finnst skrítið að fyrst grunur var um smit að allt rúllaði áfram eins og það væri ekkert vandamál. Af hverju flutningur sjúklinga hélt áfram ef það var grunur um smit. Maður hefði haldið að allt yrði stoppað,“ segir hann. „Þannig að ef sjúkrabílinn hefði verið á réttum tíma hefði hann verið kominn þarna inn í Stykkishólmi og kannski búinn að smita einhvern þar. Það finnst mér mjög skrítið,“ segir Óskar. „Ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Hallgerður segir ferðina í Stykkishólm hafa verið erfiða fyrir pabba hennar. „Þetta var mjög erfitt fyrir hann að fara í þessa ökuferð og ég var mjög svekkt að hann skyldi vera sendur í fjögurra og hálfs tíma ökuferð. Hann er lamaður öðru megin, hann fær hjartaverk og taugaverk og er með verki í líkamanum.“ „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi. Það er verið að senda hann í lítið samfélag út fyrir höfuðborgina þegar tilmæli til allra höfuðborgarbúa eru að halda sig innan höfuðborgarinnar. Ég skil alveg að það þurfi að finna lausnir fyrir biðsjúklingana og ef það var ekki kominn grunur um smit þegar þessi sjúklingur var sendur á Eyrarbakka, maður getur ekki spáð fyrir um það. En ef það var búið að taka sýni á deildinni hans er það alveg ótrúlegt, ég næ ekki alveg utan um það,“ segir Hallgerður. „Ef það reynist ekki fölsk niðurstaða er það kraftaverk“ Óskar segist hugsi yfir því hvers vegna þau systkini hafi ekki verið boðuð í skimun eftir heimsóknina á Landakot. „Svo er spurningin hvort við systkinin hefðum getað smitast. Við mættum þarna á Landakot til að kveðja pabba okkar, því þá var staðan þannig að hann var að fara að flytja í Stykkishólm. Þá vissum við ekki af mögulegu Covid-smiti á Landakoti. Af því að við hefðum getað smitast erum við allar fjölskyldurnar í sjálfsskipaðri sóttkví,“ segir Óskar. Hallgerður segist sjálf hafa verið með einkenni Covid-19 en hún fór í sýnatöku í dag og reyndist ekki smituð af veirunni. „Ef það reynist ekki fölsk niðurstaða finnst mér að eiginlega kraftaverk,“ segir hún. Hún var í um fjóra klukkutíma á Landakoti á miðvikudaginn til að kveðja pabba sinn og hjálpa honum að pakka fyrir flutningana. „Þetta er búið að vera svo ofsalega mikið áfall með pabba á þessu ári og ég faðmaði hann bless.“ Hún segist einnig hissa á því að aðeins sextán hafi ekki verið í sóttkví við greiningu á Covid-19 í gær eins og sagði í tölum á covid.is. „Ég hugsaði: já ókei, er verið að telja alla sjúklingana sem smituðust á Landakoti eins og þeir væru í sóttkví? Það getur bara ekki staðist. Allir sem fá heimsókn fá heimsókn frá einhverjum með grímu en starfsfólkið getur ekki vaktað hvernig fólk ber sig. Það er enginn að heimsækja aldraðan ástvin í þessu ástandi og situr tveimur metrum frá manneskju sem heyrir illa og með grímu. Það getur bara ekki verið. Mér fannst svolítið gróft að telja þau með í sóttkví,“ segir Hallgerður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Stykkishólmur Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34
76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07