Býst við fleiri smitum á Landakoti Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. október 2020 11:34 Þetta er í annað skiptið sem kórónuveirusmit koma upp á Landakoti. Fyrst gerðist það í mars. Vísir/Vilhelm Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40
Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48
Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53