Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Gætu þurft að opna fleiri far­sóttar­hús vegna mikillar fjölgunar

Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýnn á að bólu­setningu verði lokið hér á landi í sumar

Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Önnur lönd tilkynna um andlát aldraðra eftir bólusetningar

Fimmta andlátið sem tengist mögulega bólusetningu við Covid-19 var tilkynnt til Lyfjastofnunar í gær. Þetta er sjötta alvarlega tilkynningin sem stofnunin fær vegna bólusetningarinnar. Forstjóri stofnunarinnar segir að sambærilegar tilkynningar hafi komið upp í nágrannalöndum okkar.

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggju­efni hve mikið smituðum hefur fjölgað

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það kveikja á viðvörunarbjöllum að greindum kórónuveirusmitum hafi fjölgað núna eftir áramót. Tíu greindust með veiruna innanlands í gær en tveir daginn þar áður. Níu af þessum tíu voru í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Veiran og vísindin

Það er ekki góð leið til að halda athygli lesenda pistils um veirufaraldurinn að byrja að tala um „hina fordæmalausu tíma“. Þetta er vafalaust þreyttasta klisja síðastliðins árs og það er ekki gaman að vera minntur á að þessir tímar standa enn yfir.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Tíu greindust innanlands í gær

Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarástandi lýst yfir í London

Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví

Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa.

Körfubolti
Fréttamynd

Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda

Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik.

Sport
Fréttamynd

Ígildi íslensku þjóðarinnar liggur í valnum

Alls hafa 365.346 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, þar sem haldið er utan um opinberar tölur. Það þýðir að fleiri hafa dáið þar en Íslendingar voru í upphafi síðasta árs.

Erlent
Fréttamynd

Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku

Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi.

Innlent