Sporin hræða: Sérfræðingar segja afstöðu Frakka til bólusetninga byggja á slæmri reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 16:04 Á laugardag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir. epa/Christophe Petit Tesson Kannanir sýna að allt að 60% Frakka hyggjast afþakka bólusetningu gegn Covid-19 en sérfræðingar segja mögulegt að niðurstöðurnar séu villandi. Þeir segja afstöðuna ekki snúast um bóluefnin sjálf, heldur traust til stjórnmálamanna, lækna og fjölmiðla. Bólusetning gegn Covid-19 hefur farið hægt af stað í Frakklandi en ráðamenn segja aðgerðirnar maraþon, frekar en spretthlaup. Á sunnudag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir, mun færri en í Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það er stór munur á milli þess sem Frakkar segja og gera,“ segir Laurent-Henri Vignaud, vísindasagnfræðingur og meðhöfundur bókarinnar Antivax, sem fjallar um efasemdir gagnvart bólusetningum á Vesturlöndum, í samtali við Guardian. Hann segir skoðanakannanir með „abstrakt“ spurningum ekki endurspegla hvaða ákvarðanir fólk tekur þegar það veit hvenær það fær bóluefnið, hvar, hvernig og hvers vegna. Heilbrigðisstarfsmenn í Dijon bíða bólusetningar.epa/Christophe Petit Tesson Hvert hneykslið á fætur öðru Í dag fá frönsk börn ellefu bólusetningar og það eru engar undanþágur veittar þeim sem efast; ef börnin eiga að ganga í skóla og taka þátt í tómstundum þá verða þau að vera bólusett. Samkvæmt könnunum hafa Frakkar þó verið meðal þeirra þjóða sem virðast tortryggnastar í garð bólusetninga. Árið 2005 sögðust 90% vera fylgjandi bólusetningum en Jocelyn Raude, prófessor í lýðheilsufræðum við École des Hautes Études en Santé Publique, segir ýmsa atburði hafa sáð efasemdum meðal fólks. Rétt fyrir aldamótin var til dæmis ráðist í átak til að bólusetja börn gegn lifrarbólgu B en á sama tíma fjölgaði greiningum á MS. Rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl þarna á milli en tilviljunin er engu að síður sögð hafa haft áhrif á afstöðu Frakka til bólusetninga. Þá kom upp hneykslismál árið 1991, sem tengdist reyndar ekki bóluefnum, þar sem heilbrigðisyfirvöld urðu uppvís að því að hafa gefið einstaklingum sem þjáðust af dreyrasýki HIV-mengaðar blóðhluta. Samkvæmt Raude var það þó hinn svokallaði H1N1 skandall árið 2009 sem olli einna mestum skaða en þá pöntuðu frönsk yfirvöld 94 milljón skammta af bóluefninu gegn svínaflensunni svokölluðu. 323 létu lífið af völdum H1N1 í Frakklandi, 6 milljónir voru bólusettar, 19 milljón skömmtum fargað og afgangnum skilað. Kostnaðurinn við ævintýrið var metinn á 60 milljarða króna. Sérfræðingar segja efasemdir Frakka ekki snúast um bóluefnin sjálf.epa/Christophe Petit Tesson Ef þú treystir ekki sérfræðingum, ferðu ekki að ráðum þeirra Að sögn Raude gerði enn eitt hneykslið útslagið hvað varðar traust fólks til embættismanna og læknastéttarinnar. Það var þegar lyfið Mediator, sem ætlað var sykursjúkum, var ávísað til einstaklinga sem vildu létta sig. Lyfið var á endanum talið hafa átt þátt í 500 til 1.200 dauðsföllum á þremur áratugum og framleiðandi þess var ákærður fyrir manndráp. Þá voru aðrir, meðal annars embættismenn sem fengu einnig greitt fyrir ráðgjöf til lyfjafyrirtækja, einnig ákærðir. Úrskurðar í málinu er að vænta í mars. „Þetta gerði útslagið. Mediator-hneykslið staðfesti í huga fólks hugmyndina um spillingu milli embættismanna og lyfjafyrirtækja í Frakklandi; að þetta snérist um viðskipti en ekki heilbrigðisöryggi,“ segir Raude. Þá segir hann vantraust í garð lækna og vísindamanna aðra orsök efasemdanna. Orsaksambandið sé augljóst; ef þú treystir ekki sérfræðingunum, þá ferðu ekki að ráðleggingum þeirra. Vignaud segir tortryggnina ekki snúast um bóluefnin sjálf heldur afstöðu Frakka til stjórnmálamanna, lækna, sérfræðinga og fjölmiðlamanna. „Það eru ekkert fleiri harðir efasemdamenn í Frakklandi en annars staðar. Það sem við búum við er ákveðin óánægja með stjórnmálastéttina,“ segir hann. Miklar kröfur séu gerðar til ríkisins en fólk verði jafnan fyrir vonbrigðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Bólusetning gegn Covid-19 hefur farið hægt af stað í Frakklandi en ráðamenn segja aðgerðirnar maraþon, frekar en spretthlaup. Á sunnudag höfðu aðeins 93 þúsund Frakkar verið bólusettir, mun færri en í Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það er stór munur á milli þess sem Frakkar segja og gera,“ segir Laurent-Henri Vignaud, vísindasagnfræðingur og meðhöfundur bókarinnar Antivax, sem fjallar um efasemdir gagnvart bólusetningum á Vesturlöndum, í samtali við Guardian. Hann segir skoðanakannanir með „abstrakt“ spurningum ekki endurspegla hvaða ákvarðanir fólk tekur þegar það veit hvenær það fær bóluefnið, hvar, hvernig og hvers vegna. Heilbrigðisstarfsmenn í Dijon bíða bólusetningar.epa/Christophe Petit Tesson Hvert hneykslið á fætur öðru Í dag fá frönsk börn ellefu bólusetningar og það eru engar undanþágur veittar þeim sem efast; ef börnin eiga að ganga í skóla og taka þátt í tómstundum þá verða þau að vera bólusett. Samkvæmt könnunum hafa Frakkar þó verið meðal þeirra þjóða sem virðast tortryggnastar í garð bólusetninga. Árið 2005 sögðust 90% vera fylgjandi bólusetningum en Jocelyn Raude, prófessor í lýðheilsufræðum við École des Hautes Études en Santé Publique, segir ýmsa atburði hafa sáð efasemdum meðal fólks. Rétt fyrir aldamótin var til dæmis ráðist í átak til að bólusetja börn gegn lifrarbólgu B en á sama tíma fjölgaði greiningum á MS. Rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl þarna á milli en tilviljunin er engu að síður sögð hafa haft áhrif á afstöðu Frakka til bólusetninga. Þá kom upp hneykslismál árið 1991, sem tengdist reyndar ekki bóluefnum, þar sem heilbrigðisyfirvöld urðu uppvís að því að hafa gefið einstaklingum sem þjáðust af dreyrasýki HIV-mengaðar blóðhluta. Samkvæmt Raude var það þó hinn svokallaði H1N1 skandall árið 2009 sem olli einna mestum skaða en þá pöntuðu frönsk yfirvöld 94 milljón skammta af bóluefninu gegn svínaflensunni svokölluðu. 323 létu lífið af völdum H1N1 í Frakklandi, 6 milljónir voru bólusettar, 19 milljón skömmtum fargað og afgangnum skilað. Kostnaðurinn við ævintýrið var metinn á 60 milljarða króna. Sérfræðingar segja efasemdir Frakka ekki snúast um bóluefnin sjálf.epa/Christophe Petit Tesson Ef þú treystir ekki sérfræðingum, ferðu ekki að ráðum þeirra Að sögn Raude gerði enn eitt hneykslið útslagið hvað varðar traust fólks til embættismanna og læknastéttarinnar. Það var þegar lyfið Mediator, sem ætlað var sykursjúkum, var ávísað til einstaklinga sem vildu létta sig. Lyfið var á endanum talið hafa átt þátt í 500 til 1.200 dauðsföllum á þremur áratugum og framleiðandi þess var ákærður fyrir manndráp. Þá voru aðrir, meðal annars embættismenn sem fengu einnig greitt fyrir ráðgjöf til lyfjafyrirtækja, einnig ákærðir. Úrskurðar í málinu er að vænta í mars. „Þetta gerði útslagið. Mediator-hneykslið staðfesti í huga fólks hugmyndina um spillingu milli embættismanna og lyfjafyrirtækja í Frakklandi; að þetta snérist um viðskipti en ekki heilbrigðisöryggi,“ segir Raude. Þá segir hann vantraust í garð lækna og vísindamanna aðra orsök efasemdanna. Orsaksambandið sé augljóst; ef þú treystir ekki sérfræðingunum, þá ferðu ekki að ráðleggingum þeirra. Vignaud segir tortryggnina ekki snúast um bóluefnin sjálf heldur afstöðu Frakka til stjórnmálamanna, lækna, sérfræðinga og fjölmiðlamanna. „Það eru ekkert fleiri harðir efasemdamenn í Frakklandi en annars staðar. Það sem við búum við er ákveðin óánægja með stjórnmálastéttina,“ segir hann. Miklar kröfur séu gerðar til ríkisins en fólk verði jafnan fyrir vonbrigðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent