Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þór­ólfur segir úr­skurðinn mikil von­brigði fyrir ís­­lenska þjóð

„Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu

Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sótt­kvíar­hótel

Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli.

Innlent
Fréttamynd

Gestum sótt­kvíar­hótels frjálst að ljúka sótt­kví annars staðar

Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús.

Innlent
Fréttamynd

Ekki má skikka fólk í sótt­kvíar­hús

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Einn greindist utan sóttkvíar

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri greinst á einum degi

Yfir 100 þúsund greindust með kórónuveiruna á Indlandi í gær og hafa aldrei fleiri greinst í landinu á einum degi. Indland er því annað landið í heiminum þar sem yfir 100 þúsund smit greinast á einum degi.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ókeypis Covid-próf á viku

Allir íbúar í Bretlandi munu fá tvö ókeypis Covid-próf á viku í þeirri von um að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Prófin sem um ræðir gefa niðurstöðu á um það bil hálftíma og verða aðgengileg íbúum meðal annars í apótekum og á skimunarstöðvum, en fólk getur tekið þau heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn“

Breytingar sem verða á lífsleiðinni, heimsfaraldur kórónuveiru og sagan af Maríu frá Magdölum voru meðal þess sem var Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands ofarlega í huga í páskaprédikun hennar sem hún flutti við hátíðlega guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag, páskadag.

Innlent
Fréttamynd

Tólf einstaklingar undir í fimm málum

Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks

Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir skipverjar útskrifaðir í morgun

Fjórir af tíu skipverjum súrálsskips sem greindust með kórónuveirusmit til Reyðarfjarðar í lok mars voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð í skipinu en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Tveir af fjórum sem greindust voru utan sóttkvíar

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra voru í sóttkví við greiningu, en tveir utan sóttkvíar og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar í tengslum við þau smit. Þá greindist einn á landamærunum. 

Innlent
Fréttamynd

Kröfur vegna sótt­kvíar­hótels teknar fyrir í dag

Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst ekki endur­skoða um­deilda reglu­gerð um sótt­kvíar­hótel

Heil­brigðis­ráð­herra segir það ekki koma til greina eins og er að endur­skoða reglu­gerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtu­dag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga

Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs.

Innlent
Fréttamynd

Sótt­kvíar­hótelið enginn lúxus: „Maður upp­lifir inni­lokunar­kennd og þetta er skrítið“

Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku.

Innlent