Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt

Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkisstjórnina glannalega

Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðurinn kærður til Landsréttar

Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig skal sjóða ís­lenskan frosk

Nú er ár liðið. Líf okkar hefur breyst mikið og við getum ekki lengur sagt með góðri samvisku að við búum í frjálsu samfélagi. Það sem átti að vera nokkurra vikna átak til að fletja út kúrfu er orðið að tímalausri styrjöld við veiru sem er ekki hægt að útrýma og til þess eigum við öll að vera tilbúin að fórna frelsi okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir greindust með veiruna innanlands

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur segir úr­skurðinn mikil von­brigði fyrir ís­­lenska þjóð

„Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu

Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sótt­kvíar­hótel

Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli.

Innlent
Fréttamynd

Gestum sótt­kvíar­hótels frjálst að ljúka sótt­kví annars staðar

Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús.

Innlent
Fréttamynd

Ekki má skikka fólk í sótt­kvíar­hús

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Einn greindist utan sóttkvíar

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri greinst á einum degi

Yfir 100 þúsund greindust með kórónuveiruna á Indlandi í gær og hafa aldrei fleiri greinst í landinu á einum degi. Indland er því annað landið í heiminum þar sem yfir 100 þúsund smit greinast á einum degi.

Erlent
Fréttamynd

Tvö ókeypis Covid-próf á viku

Allir íbúar í Bretlandi munu fá tvö ókeypis Covid-próf á viku í þeirri von um að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Prófin sem um ræðir gefa niðurstöðu á um það bil hálftíma og verða aðgengileg íbúum meðal annars í apótekum og á skimunarstöðvum, en fólk getur tekið þau heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn“

Breytingar sem verða á lífsleiðinni, heimsfaraldur kórónuveiru og sagan af Maríu frá Magdölum voru meðal þess sem var Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands ofarlega í huga í páskaprédikun hennar sem hún flutti við hátíðlega guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag, páskadag.

Innlent
Fréttamynd

Tólf einstaklingar undir í fimm málum

Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna.

Innlent