Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2021 18:36 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms segir að skyldusóttkvíin á Fosshótel, sem kveðið er á um í reglugerð, eigi sér ekki stoð í sóttvarnarlögum. Í lögum sé sóttvarnarhús skilgreint sem staður fyrir fólk sem eigi ekki í önnur hús að venda. Bent er á að kærandi eigi lögheimili á Íslandi og geti verið þar. Velferðarnefnd fundaði í dag um stöðuna sem upp er komin. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í nefndinni, telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt. „Þetta er bara eitt risastórt klúður þessi reglugerð,“ segir hún. „Það skiptir gríðarlegu máli að við séum að hindra útbreiðslu veirunnar án þess að brjóta á réttindum fólks að óþörfu. Eftir þennan fund get ég ekki séð að við höfum fullrannsakað alla kosti, eða það er að segja vægari úrræði. Og til dæmis það að efla eftirlit eða skapa jákvæð hvata fyrir fólk að fara í sóttvarnarhús,; hvort það væri með dagpeningum eða öðru,“ segir Halldóra. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir niðurstöðuna vonbrigði en að næstu skref verði ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Annars vegar lagagrundvöllurinn og regluverkið og hins vegar framkvæmdina varðandi sóttkví og landamærin. Markmiðið er að ná utan um smit og að þau breiðist ekki út í samfélaginu. Og við þurfum að huga að því, ef niðurstaðan er þannig, með hvaða hætti við náum þessum sömu markmiðum.“ Sóttvarnarlæknir skoraði í dag á stjórnvöld að treysta lagagrundvöllinn til þess að hægt verði að skylda fólk áfram í sóttkví. Ekki er einhugur um það á þingi. „Ég samþykki það ekki. Eða ég myndi ekki taka þátt í því. Ég myndi frekar vilja sjá okkur gæta meðalhófs og skoða aðrar aðgerðir fyrst, hvort það sé með öðrum hætti hægt að vinna bug á því að nokkrir aðilar séu að brjóta sóttkví,“ segir Halldóra Mogensen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.vísir/Vilhelm Aðspurð um meðalhóf í þessum aðgerðum segist Svandís segist þó hafa gengið skemur en sóttvarnarlæknir lagði til. „Tillaga sóttvarnalæknis gengur til að byrja með út á að skoða hvort það sé hægt að að beita þessu úrræði á alla sem koma til landsins. Og þetta er okkar nálgun að fara þessa leið; að skylda þau sem hafa verið á hááhættusvæðum til þess að vera í sóttvarnarhúsi.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, sagði í dag að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru glannalegar. „Þegar það er hiti á málum er freistandi fyrir stjórnmálin að hoppa undir ljósið og hafa stór orð um stöðuna. En þegar viðfangsefnið er heimsfaraldur þurfum við að sýna ábyrgð og taka skrefin af yfirvegun og reyna að glíma við það innra með okkur sem stjórnmálafólk að fara ekki í gífuryrðin,“ segir Svandís aðspurð um gagnrýnina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent