Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 12:23 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af stöðu mála ekki síst eftir að héraðsdómur felldi úrskurð úr gildi sem skikkaði fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. Samkvæmt núgildandi fyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt vegna brots gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví numið 50 til 250 þúsund krónum. Sömu upphæðir gilda um brot gegn reglum um sóttkví. „Þar sem við höfum verið að greina og finna brot á sóttkvínni þá höfum við núna undanfarið aðallega verið að finna brotin út af raðgreiningu veirunnar og þegar við sjáum hvernig smit hafa borist,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. „Þegar farið er að ganga meira á fólk sem hefur komið erlendis frá og jafnvel því verið lofað að það verði ekki sektað eða gengið hart fram þá segir það raunverulega hvernig brotin voru. Þannig að ég er ekki viss um að það muni breyta svo miklu því miður [að auka sektir]. Áhrifaríkasta úrræðið var hreinlega að geta fylgst betur með fólki sem er í sóttkví og ef við höfum ekki tök á því að gera það úti í bæ þá reynum við að hafa tök á því með því að setja fólk á sóttvarnarhótel.“ Áfrýja dómnum til Landsréttar Umræða um sóttkvíarhótelið í Katrínartúni var fyrirferðarmikil á upplýsingafundinum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að stjórnvöld hafi gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu þegar ákveðið var að skikka fólk til að sæta fimm daga sóttkví á hótelinu ef það gat lokið sóttkví annars staðar. Taldi dómurinn að til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þórólfur sagði að útlit væri fyrir að ákvæði í sóttvarnarlögum hafi ekki verið nógu skýrt og skilgreining á sóttvarnarhúsi ófullnægandi. Dómnum var framfylgt strax í gærkvöldi. Um fimmtán af 250 gestum kusu að yfirgefa sóttkvíarhótelið í gær og gæti bæst í þann hóp í dag. Þórólfur hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið að úrskurði héraðsdóms verði vísað til Landsréttar. Hann sagði dóminn óheppilegan út frá sóttvarnasjónarmiðum og geta sett sóttvarnir í uppnám. Hann telur að fái úrskurðurinn að standa muni líkur á smiti aukast með mögulegum alvarlegum afleiðingum fyrir Íslendinga. Fólk eigi til að stytta sér leið Fram kom á upplýsingafundinum að dæmi séu um að fólk sem hafi valið að klára sóttkví í eigin húsnæði eftir úrskurðinn í gær hafi látið sækja sig á sóttkvíarhótelið og þar með brotið reglur um sóttkví. Alma Möller landlæknir telur að fólk sé þar ekki endilega með einbeittan brotavilja heldur um sé að ræða athugunarleysi. Beindi hún því til fólks að kynna sér vel leiðbeiningar um sóttkví og fylgja þeim til hins ítrasta. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, sagði það stundum í mannlegu eðli að reyna að stytta sér leið. Dæmi séu um að brot á sóttkví hafi flækt rakningu smita. „Það kemur í ljós að fólk í rauninni veit að það var ekki alveg fara eftir reglunum og er tregt að segja okkur frá því. Þess vegna var þessi leið farin held ég að stinga upp á þessum sóttvarnahótelum til þess að losa fólk frá þessari freistni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14 Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Samkvæmt núgildandi fyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt vegna brots gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví numið 50 til 250 þúsund krónum. Sömu upphæðir gilda um brot gegn reglum um sóttkví. „Þar sem við höfum verið að greina og finna brot á sóttkvínni þá höfum við núna undanfarið aðallega verið að finna brotin út af raðgreiningu veirunnar og þegar við sjáum hvernig smit hafa borist,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. „Þegar farið er að ganga meira á fólk sem hefur komið erlendis frá og jafnvel því verið lofað að það verði ekki sektað eða gengið hart fram þá segir það raunverulega hvernig brotin voru. Þannig að ég er ekki viss um að það muni breyta svo miklu því miður [að auka sektir]. Áhrifaríkasta úrræðið var hreinlega að geta fylgst betur með fólki sem er í sóttkví og ef við höfum ekki tök á því að gera það úti í bæ þá reynum við að hafa tök á því með því að setja fólk á sóttvarnarhótel.“ Áfrýja dómnum til Landsréttar Umræða um sóttkvíarhótelið í Katrínartúni var fyrirferðarmikil á upplýsingafundinum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að stjórnvöld hafi gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu þegar ákveðið var að skikka fólk til að sæta fimm daga sóttkví á hótelinu ef það gat lokið sóttkví annars staðar. Taldi dómurinn að til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þórólfur sagði að útlit væri fyrir að ákvæði í sóttvarnarlögum hafi ekki verið nógu skýrt og skilgreining á sóttvarnarhúsi ófullnægandi. Dómnum var framfylgt strax í gærkvöldi. Um fimmtán af 250 gestum kusu að yfirgefa sóttkvíarhótelið í gær og gæti bæst í þann hóp í dag. Þórólfur hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið að úrskurði héraðsdóms verði vísað til Landsréttar. Hann sagði dóminn óheppilegan út frá sóttvarnasjónarmiðum og geta sett sóttvarnir í uppnám. Hann telur að fái úrskurðurinn að standa muni líkur á smiti aukast með mögulegum alvarlegum afleiðingum fyrir Íslendinga. Fólk eigi til að stytta sér leið Fram kom á upplýsingafundinum að dæmi séu um að fólk sem hafi valið að klára sóttkví í eigin húsnæði eftir úrskurðinn í gær hafi látið sækja sig á sóttkvíarhótelið og þar með brotið reglur um sóttkví. Alma Möller landlæknir telur að fólk sé þar ekki endilega með einbeittan brotavilja heldur um sé að ræða athugunarleysi. Beindi hún því til fólks að kynna sér vel leiðbeiningar um sóttkví og fylgja þeim til hins ítrasta. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, sagði það stundum í mannlegu eðli að reyna að stytta sér leið. Dæmi séu um að brot á sóttkví hafi flækt rakningu smita. „Það kemur í ljós að fólk í rauninni veit að það var ekki alveg fara eftir reglunum og er tregt að segja okkur frá því. Þess vegna var þessi leið farin held ég að stinga upp á þessum sóttvarnahótelum til þess að losa fólk frá þessari freistni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14 Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05