Verslun

Fréttamynd

Krónan brást strax við

Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður.

Skoðun
Fréttamynd

Sendi fjöl­skyldu sína úr landi af ótta við stungu­manninn

Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­mót hjá Huga og Ás­dísi Rögnu

Ásdís Ragna Valdimarsdóttir og Hugi Halldórsson hafa verið ráðin til Samkaupa. Ásdís hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna og Hugi hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra vildarkerfis Samkaupa. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bændur bora í nefið eftir lokun

Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Innlent
Fréttamynd

Slíta samningi við Wok On

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar Blush-verslun á Akur­eyri

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Há­vaxnasti maður landsins loksins í al­menni­legu rúmi

Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð.

Lífið
Fréttamynd

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Noona kaupir SalesCloud

Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kalli í Pelsinum látinn

Athafnamaðurinn Karl J. Stein­gríms­son er látinn. Karl, sem var gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn, lést síðastliðinn fimmtudag, 22. febrúar, 76 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Ekki til­búin að sleppa taki af Kola­portinu

Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði

Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Mega ekki banna skil á ó­inn­sigluðum unaðs­vörum

Neytendastofa hefur gefið tveimur unaðsvöruverslunum fyrirmæli um að gera úrbætur á skilmálum sínum um rétt neytenda til að skila vöru sem keypt er í fjarsölu. Aðeins megi meina neytendum að skila vöru ef hún er innsigluð og skilmálar þess efnis skýrir.

Neytendur
Fréttamynd

„Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær“

Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir mikinn greinarmun á flóttafólki sem kemur til landsins til að vinna og þeim sem hanga á spena íslenska ríkisins. Meirihluti starfsfólks hans sé af erlendu bergi brotið. Hann gefur svokölluðu „góða fólki“ langt nef.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi

Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í matarinnkaupum á netinu

Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum.

Neytendur