Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 07:21 Fiskikóngurinn hefur kynnt sér málefni geðrænna vandamála síðustu daga og segist nú vita betur. Vísir/Vilhelm Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg
Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47
Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10