Verslun

Fréttamynd

Þrautin þyngri að verða sér úti um grautinn

Grjónagrautur frá Mjólkursamsölunni (MS) hefur verið illfáanlegur á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Rekja má þetta til þess að MS fékk ranga tegund af grjónum í síðustu sendingu frá birgjanum. Verið er að vinna í að fá réttu grjónin aftur.

Neytendur
Fréttamynd

Um gróða dagvöruverslana

Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ.

Skoðun
Fréttamynd

Helga, Bjarki og Oliver nýir stjórnendur hjá Samkaupum

Helga Dís Jakobsdóttir, Bjarki Snær Sæþórsson og Oliver Pétursson eru nýir stjórnendur hjá Samkaupum að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Helga sem markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna, Bjarki sem sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna Fætur toga á ný

Verslunin Fætur toga verður opnuð aftur á morgun eftir stutta lokun. Heildsalan Run2 hefur tekið við rekstrinum og verður starfsemi búðanna í nánast óbreyttri mynd. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun

Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hóp­upp­sögn hjá Heim­kaup

Tuttugu og fjórum starfsmönnum Heimkaups var sagt upp í dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir uppsagnirnar vera fylgikvilla endurskipulagningar innan fyrirtækisins. Aldrei sé þó auðvelt að fara í uppsagnir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu

Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vínbúðir gætu opnað á sunnudögum

Enginn vilji er til þess að áfengi verði selt í almennum verslunum segir þingkona Framsóknarflokksins en frumvarp um rýmkun opnunartíma vínbúða hefur verið lagt fyrir Alþingi. 

Innlent
Fréttamynd

Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara

„Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins.

Innlent
Fréttamynd

Paprika orðin tíma­bundin lúxu­s­vara

Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum.

Neytendur
Fréttamynd

446 milljóna hagnaður í fyrra

Tekjur Lyfju á síðasta ári námu rúmum fimmtán milljörðum árið 2022. Þá jukust tekjur af vörusölu um níu prósent frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 1.299 milljónum króna og var endanlegur hagnaður var 446 milljónir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­sögn vegna per­sónu­legra lána dæmd ó­lög­leg

Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins.

Innlent
Fréttamynd

Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verð­lækkun

Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. 

Neytendur
Fréttamynd

Hefja við­ræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna

Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Ólafur hafði betur gegn Auði í for­manns­kjöri hjá SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, var endurkjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu til tveggja ára í morgun þegar aðalfundur samtakanna fór fram. Jón Ólafur hafði þar betur gegn Auði Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar, sem einnig bauð sig fram. Jón Ólafur hlaut 35.495 atkvæði eða tæplega 56 prósent atkvæða og Auður 27.696 atkvæði eða rúmlega 43 prósent atkvæða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styttist óðum í að ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opni

Æstir aðdáendur Góða hirðisins geta fagnað því að ný verslun opnar innan skamms í gömlu Kassagerðinni. Undirbúningur er í fullum gangi en þegar eru um hundrað tonn af vörum í búðinni og bætist stöðugt við. Vöruúrval verður aukið og sérstakt rými frátekið til að hjálpa fólki að endurnýta og laga. Verkefnastjóri segir þetta tímamót í sögu Góða hirðisins og endurnotkun á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Tæp­lega 98 þúsund bækur seldust

97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er allt á upp­leið, það er bara þannig“

Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Keypti kvöld­mat fyrir heila viku á rúmar sex þúsund krónur

Katrín Björk Birg­is­dótt­ir keypti á dögunum hráefni í kvöldmat fyrir fjögurra manna fjölskyldu í heila viku fyrir litlar 6.500 krónur. Hún segir heilan kjúkling vera góð kaup og að mikilvægt sé að hafa í huga að ekki þarf að hafa heitan mat á hverju einasta kvöldi.

Neytendur
Fréttamynd

Draumagiggið fyrir að­fanga­keðju­nördið

„Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“

Viðskipti innlent