Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 15:14 Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, segir að kominn sé tími til að breyta opnunartímum verslana. Aðsend Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. „Við erum búin að vera að átta okkur á þessu í um fjögur ár,“ segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, í samtali við fréttastofu. Hann segir samfélagsbreytingar hafa orðið á undanförnum árum sem orsaki skort á starfsfólki í verslunum. Pétur nefnir sem dæmi að nú sé erfiðara að fá framhaldsskólanemendur til að ganga í verslanastörf. „Framhaldsskólafólkið okkar hefur ekki burði eða tíma til að vinna með skóla í dag, í þessu þriggja ára námi,“ segir hann. Verslanir hafi lengi verið í erfiðleikum sökum þess að fólk sjái ekki fyrir sér að ná frama í verslun. „Við erum oftast stoppistöð áður en það fer að gera eitthvað annað.“ Fjallað var um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Breyttir tímar Þess vegna segir Pétur að það þurfi að breyta til, færa opnunartíma framar svo verslunarstörf heilli yngra fólk meira. „Þessi kynslóð, hún er ekkert að fara að vinna og koma heim klukkan hálf átta á kvöldin,“ segir Pétur. Þá séu verslanir í samkeppni um starfsfólk við aðra, ríki, sveitarfélög og önnur fyrirtæki. Þar séu störf þar sem stytting vinnuvikunnar er kominn í gang og kannski hægt að vinna heima einhverja daga. „Við getum þetta ekki í verslunum, við erum alltaf opin.“ Pétur segir styttingu vinnuvikunnar vera óumflýjanlega og um leið frábæra þróun. Passa þurfi þó að verslunarfólk verði ekki skilið út undan í því. Stytting vinnuvikunnar virki nú þannig fyrir verslunarfólk að það fái bara meiri yfirvinnu. „Við getum ekki tekið einhvern hóp út fyrir sem þarf þá að vinna allt öðruvísi en hinir.“ Hann segir þá að í dag hafi fólk meiri tíma, það er að segja þau sem vinna ekki í verslunum. „Við sjáum það bara á umferðinni. Við vorum alltaf að fara heim milli fimm og sex, í dag er varla umferð þá - hún er á milli fjögur og fimm.“ Pétur birti í dag færslu á Facebook um málið sem vakið hefur nokkra athygli. Fólk líti ekki á verslanir sem framtíðarvinnustað Pétur segist hafa séð og upplifað það hægt og rólega að fólk líti ekki á það sem framtíðarstarf að vinna í verslunum. Þetta sé ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu. „Við erum búin að tala um þetta í mörg ár, til dæmis þegar fólk fer í fæðingarorlof þá kemur það ekkert aftur. Fólk lítur á starf í verslun sem tímabundið starf,“ segir hann og bætir við að því sé erfitt að finna starfsfólk sökum þessa. „Við erum bara í tómum vandræðum með að fá fólk til að vinna fyrir okkur. Maður heyrir oft að fólk vilji hafa opið til 7-8 á kvöldin og jafnvel meira því það kemst ekki í búðir. En það er enginn sem vill vinna þá og afgreiða. Þetta er stóra málið, það er ekki það að við séum að reyna að spara einhverjar krónur og aura í rekstrinum. Aðalatriðið er það að við fáum ekki fólk til að líta á okkur sem framtíðarvinnustað.“ Verslanir breytist og fólkið með Að mati Péturs væri það jákvætt skref að minnka og færa opnunartíma verslana framar. Þá hefur hann ekki áhyggjur af því að breyttir opnunartímar hafi slæm áhrif á verslanir. „Við fáum stundum rökin á okkur að það sé fullt af fólki milli sex og sjö í Smáralindinni. Auðvitað, ég er ekki að segja að það sé enginn þarna en það kemur þá bara fyrr, skipuleggur daginn sinn. Við erum að breyta því, það breytist með opnunartímanum.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á kvöldvaktina á fimmtudögum í Kringlunni en þær opnanir voru lagðar af árið 2020. „Viku seinna þá mundi engin eftir henni, hún hafði engin áhrif. Salan fór ekki, hún kom bara á öðrum tímum,“ segir hann. „Ég held að það verði þannig í nánustu framtíð að við förum í níu til fimm opnunartíma. Við erum með netverslun, við finnum allt á netinu. Þú ert ekkert að rúlla á milli búða, þú veist nákvæmlega hvort eitthvað sé til í Ellingsen, þú kíkir á Ellingsen.is áður en þú ferð af stað. Það eru nánast allir okkar viðskiptavinir þannig. Þú ert ekkert að leita að svefnpoka og ferð í fimm búðir, þú leitar að þessu öllu saman á netinu.“ Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Við erum búin að vera að átta okkur á þessu í um fjögur ár,“ segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, í samtali við fréttastofu. Hann segir samfélagsbreytingar hafa orðið á undanförnum árum sem orsaki skort á starfsfólki í verslunum. Pétur nefnir sem dæmi að nú sé erfiðara að fá framhaldsskólanemendur til að ganga í verslanastörf. „Framhaldsskólafólkið okkar hefur ekki burði eða tíma til að vinna með skóla í dag, í þessu þriggja ára námi,“ segir hann. Verslanir hafi lengi verið í erfiðleikum sökum þess að fólk sjái ekki fyrir sér að ná frama í verslun. „Við erum oftast stoppistöð áður en það fer að gera eitthvað annað.“ Fjallað var um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Breyttir tímar Þess vegna segir Pétur að það þurfi að breyta til, færa opnunartíma framar svo verslunarstörf heilli yngra fólk meira. „Þessi kynslóð, hún er ekkert að fara að vinna og koma heim klukkan hálf átta á kvöldin,“ segir Pétur. Þá séu verslanir í samkeppni um starfsfólk við aðra, ríki, sveitarfélög og önnur fyrirtæki. Þar séu störf þar sem stytting vinnuvikunnar er kominn í gang og kannski hægt að vinna heima einhverja daga. „Við getum þetta ekki í verslunum, við erum alltaf opin.“ Pétur segir styttingu vinnuvikunnar vera óumflýjanlega og um leið frábæra þróun. Passa þurfi þó að verslunarfólk verði ekki skilið út undan í því. Stytting vinnuvikunnar virki nú þannig fyrir verslunarfólk að það fái bara meiri yfirvinnu. „Við getum ekki tekið einhvern hóp út fyrir sem þarf þá að vinna allt öðruvísi en hinir.“ Hann segir þá að í dag hafi fólk meiri tíma, það er að segja þau sem vinna ekki í verslunum. „Við sjáum það bara á umferðinni. Við vorum alltaf að fara heim milli fimm og sex, í dag er varla umferð þá - hún er á milli fjögur og fimm.“ Pétur birti í dag færslu á Facebook um málið sem vakið hefur nokkra athygli. Fólk líti ekki á verslanir sem framtíðarvinnustað Pétur segist hafa séð og upplifað það hægt og rólega að fólk líti ekki á það sem framtíðarstarf að vinna í verslunum. Þetta sé ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu. „Við erum búin að tala um þetta í mörg ár, til dæmis þegar fólk fer í fæðingarorlof þá kemur það ekkert aftur. Fólk lítur á starf í verslun sem tímabundið starf,“ segir hann og bætir við að því sé erfitt að finna starfsfólk sökum þessa. „Við erum bara í tómum vandræðum með að fá fólk til að vinna fyrir okkur. Maður heyrir oft að fólk vilji hafa opið til 7-8 á kvöldin og jafnvel meira því það kemst ekki í búðir. En það er enginn sem vill vinna þá og afgreiða. Þetta er stóra málið, það er ekki það að við séum að reyna að spara einhverjar krónur og aura í rekstrinum. Aðalatriðið er það að við fáum ekki fólk til að líta á okkur sem framtíðarvinnustað.“ Verslanir breytist og fólkið með Að mati Péturs væri það jákvætt skref að minnka og færa opnunartíma verslana framar. Þá hefur hann ekki áhyggjur af því að breyttir opnunartímar hafi slæm áhrif á verslanir. „Við fáum stundum rökin á okkur að það sé fullt af fólki milli sex og sjö í Smáralindinni. Auðvitað, ég er ekki að segja að það sé enginn þarna en það kemur þá bara fyrr, skipuleggur daginn sinn. Við erum að breyta því, það breytist með opnunartímanum.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á kvöldvaktina á fimmtudögum í Kringlunni en þær opnanir voru lagðar af árið 2020. „Viku seinna þá mundi engin eftir henni, hún hafði engin áhrif. Salan fór ekki, hún kom bara á öðrum tímum,“ segir hann. „Ég held að það verði þannig í nánustu framtíð að við förum í níu til fimm opnunartíma. Við erum með netverslun, við finnum allt á netinu. Þú ert ekkert að rúlla á milli búða, þú veist nákvæmlega hvort eitthvað sé til í Ellingsen, þú kíkir á Ellingsen.is áður en þú ferð af stað. Það eru nánast allir okkar viðskiptavinir þannig. Þú ert ekkert að leita að svefnpoka og ferð í fimm búðir, þú leitar að þessu öllu saman á netinu.“
Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira