Eldri borgarar

Fréttamynd

Um elliglöp

Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með "elliglöp”.

Skoðun
Fréttamynd

Áttræður sigraði Hvannadalshnúk

Hátt í sextíu manns gengu á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, í blíðskaparveðri síðustu helgi en þeir elstu í þeim hópi voru án efa svissnesku félagarnir Sämi Hügli sem er áttræður og Werni Hug sjötugur en þeim tókst að toppa tindinn um hádegi á laugardag í fylgd leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar.

Innlent
Fréttamynd

Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára

Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag.

Innlent