Innlent

Grunur um að íbúi á Hrafnistu Laugar­ási hafi smitast

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Hrafnistu Laugarási.
Frá Hrafnistu Laugarási. Hrafnista

Grunur er um að íbúi á Hrafnistu í Laugarási hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 

Þetta staðfestir María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, í samtali við Vísi. „Það er grunur um smit, en ekkert staðfest. Viðkomandi er á Landspítala þar sem grunur vaknaði,“ segir María Fjóla.

Hún segir að ákveðið hafi verið að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og loka tveimur deildum – Sólteig og Mánateig. „En það er enginn lasinn, hvorki starfsmenn né íbúar. Við erum róleg og í góðu sambandi við smitrakningateymið og Landspítala,“ segir María Fjóla.

Á heimasíðu Hrafnistu segir að á Sólteig-Mánateig búi sextíu heimilismenn – þrjátíu á hvorri hæð og þar af búi fimmtán manns á sérhæfðri deild fyrir minnisskerta á Sólteigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×