Innlent

Út­hluta 360 milljónum úr Fram­kvæmda­sjóði aldraðra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 360 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 360 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra Styrkirnir eru veittir í samræmi við tillögur stjórnar framkvæmdasjóðsins til ráðherra.

Í tilkynningu segir að um 250 milljónir króna komi til með að renna til verkefna sem ætlað er að bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum og laga aðstæður á heimilunum að viðmiðum heilbrigðisráðuneytisins um skipulag slíkra heimila.

Önnur verkefni sem hafa hlotið fjárveitingu snúa að smærri viðhaldsverkefnum og endurbótum á húsnæði hjúkrunarheimila víða um land.

Hæstu framlögin renna til hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði, Hrafnistu í Hafnarfirði og Dalbæjar á Dalvík. Framlagið til Áss nemur um 100 milljónum króna vegna uppbyggingar á nýjum matsal og breytinga á eldhúsi, Hrafnista í Hafnarfirði fær tæpar 100 milljónir króna til endurbóta á einstaklingsrýmum og hreinlætisaðstöðu og Dalbær á Dalvík fær rúmar 60 milljónir króna til viðgerða- og viðhalds.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um úthlutanir úr sjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×