Innlent

Fréttamynd

Tófugreni í 250 metra fjarlægð frá byggð

Tófugreni fannst nýverið nánast inni í byggðinni í Króksfjarðarnesi og voru yrðlingar komnir á kreik. Að sögn viðmælanda Fréttablaðsins fannst grenið í aðeins 250 metra fjarlægð frá versluninni í plássinu, sem sýnir glöggt hversu tófan er farin að leita niður í byggðirnar. Það sem af er þessu ári hafa refaskyttur skotið um 70 dýr í sunnanverðum Reykhólahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Kræklingur í Hvalfirði líklega eitraður

Kræklingur í Hvalfirði er að öllum líkindum eitraður um þessar mundir og varar Umhverfisstofnun fólk við að tína hann sér til matar. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að mælingar sýni að magn eitraðra svifþörunga sé yfir viðmiðunarmörkum og skelfiskurinn sé því óætur.

Innlent
Fréttamynd

Vel gekk að slökkva sinueld við Surtshelli

Sinueldur kviknaði í grennd við Surtshelli á níunda tímanum í gærkvöldi og var slökkviliðið úr Borgarnesi sent á vettvang. Þrátt fyrir mikinn þurrk í gróðri og jarðvegi gekk slökkvistarfið vel. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettu og beinir lögregla því til fólks að kasta þeim ekki logandi frá sér við þessar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsíkveikja varð í dráttarvél

Eldur kviknaði í dráttarvél á bæ í grennd við Akureyri í nótt. Kallað var á slökkvilið, sem slökkti eldinn á skammri stundu, en þá var vélin ónýt. Svo vel vildi til að hún stóð ekki nálægt húsum, þannig að ekki skapaðist hætta af. Talið er að bilun í rafkerfi hafi valdið sjálfsíkveikju.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu sinueld á Grundartanga í gærkvöldi

Slökkviliðinu á Akranesi, ásamt björgunarsveitarmönnum þaðan, lögreglunni í Borgarnesi og bændum, sem mættu á vettvang með haugsugur, tókst í gærkvöldi að ráða niðurlögum sinuelda sem blossuðu upp í grennd við álverið á Grundartanga um sex leytið í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hvalfjarðargöngum lokað tvisvar í gærkvöldi

Hvalfjarðargöngum var tvisvar lokað í gærkvöldi, í hálftíma í senn, þar sem samfelld bílaröð hafði myndast þaðan og inn í Mosfellsbæ, og gekk hægt. Teppan myndaðist vegna þriggja bíla áreksturs á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar um klukkan sex í gærkvöldi. Engin slasaðist þar alvarlega, en eignatjón var mikið.

Innlent
Fréttamynd

Þung umferð til Reykjavíkur

Gríðarmikil umferð er nú til Reykjavíkur. Umferð gengur hægt á Kjalarnesinu og Hvalfjarðargöngunum er sem stendur lokað vegna umferðarþunga. Það er í annað sinn í kvöld sem þeim er lokað vegna umferðarþungans.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið Borgarness kallað út vegna elds við Surtshelli

Slökkvilið Borgarness var í kvöld sent út að göngustíg við Surtshelli í kvöld til þess að slökkva eld sem þar hafði kviknað í útfrá sígarettum. Gróðurinn á svæðinu er gríðarlega þurr og slökkviliðið vill beina því til fólks að slökkva í sígarettum og ferðagrillum áður en það losar sig við slíka hluti.

Innlent
Fréttamynd

Bitlaus peningastefna

Seðlabankinn bendir á að það dragi hægt og bítandi úr verðbólgu en vill annars ekki svara gagnrýni Jóhönnu Sigurðardórtur, félagsmálaráðherra á bitlausa hávaxtastefnu bankans. Jóhanna gagnrýnir einnig bankana fyrir að haga sér eins og ríki í ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum

Þess er nú minnst að þrjúhundruð og áttatíu ár eru liðin frá Tyrkjaráninu mesta sjóráni Íslandssögunnar. Af þessu tilefni var haldið þrælauppboð á þrælamarkaðinum framan við hið nýja Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið Akraness berst við sinueld

Slökkviliðið á Akranesi reynir nú að ráða niðurlögum sinuelds nálægt járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Mikinn reyk leggur í átt að Akrafjalli en hann hefur þó ekki áhrif á umferð. Lögreglan segir hvorki mannvirkjum né fólki stafa hættu af sinubrunanum. Þá má geta þess að umferð er orðin afar þung á þessum slóðum og bíll við bíl á Kjalarnesi allt að Hvalfjarðargöngum.

Innlent
Fréttamynd

Verslunin Sævar Karl seld

Erla Þórarinsdóttir og Sævar Karl Ólason klæðskeri hafa selt fataverslun sína, Sævar Karl Bankastræti. Hlutur hjónanna í Bankastræti 7 sem hýst hefur verslun Sævars Karls um árabil fylgir með í kaupunum. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi

Fjögurra bíla árekstur varð nú rétt fyrir klukkan sex á Vesturlandsvegi við Þingvallaveg. Minniháttar slys urðu á fólki. Búast má við einhverjum töfum á meðan verið er að koma bílunum í burtu en þeir skemmdust mikið.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys varð við Gjábakka í dag

Alvarlegt umferðarslys varð á Gjábakkavegi skammt frá Þingvöllum um eittleytið í dag. Kallað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem óttast var að kona sem í slysinu lenti hefði innvortis blæðingar. Þyrlan fór með hana á Landsspítalann í Fossvogi. Ekki er vitað um ástand hennar að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið biður fólk að fara varlega með eld

Slökkvilið Borgarness var kallað út tvisvar í nótt vegna sinuelda og tókst í báðum tilvikum að slökkva áður en eldurinn næði útbreiðslu. Allur jarðvegur á svæðinu er mjög þurr og eldfimur og báða sinueldana má rekja til kæruleysis ferðamanna. Slökkviliðið hvetur fólk því til þess að fara varlega með allan eld á svæðinu.Annar eldurinn kviknaði út frá grilli sem skilið var eftir og hinn útfrá sígarettu sem einhver hafði kastað frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Félagsmálaráðherra gagnrýnir hávaxtastefnu Seðlabankans

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra gagnrýnir hávaxtastefnu Seðlabankans og segir að hún gangi ekki til lengdar. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir hún að háir stýrivextir séu íþyngjandi fyrir almenning og smá og meðalastór fyrirtæki. Aftur á móti geti stórfyrirtækin að mestu leyti fjármagnað sig með erlendum lánum og sleppi því við háu vextina.

Innlent
Fréttamynd

Flassari á ferð í Víðidal í gærkvöldi

Karlmaður var handtekinn í Víðidal í Reykjavík í gærkvöldi eftir að hafa sært blygðunarsemi konu, með því að bera kynfæri sín í þann mund að þau mættust á gangstíg í dalnum. Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum, en verður kærður fyrir blygðunarsemisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Óttuðust heilablóðfall

Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja konu að Arnarstapa á Snæfellsnesi, þar sem óttast var að hún hefði fengið heilablóðfall. Læknir var sendur frá Ólafsvík og eftir að hann hafði skoðað konuna var aðstoð þyrlunnar afturkölluð og konan flutt á heilsugæslustöð, þar sem hún náði sér.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið tók pottinn af hellunni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fjölbýlishúsi við Kjarrhólma undir morgun þar sem reykjarlykt lagði frá íbúð og barst um stigaganginn. Lögeglumenn sem komu fyrstir á vettvang brutu sér leið inn í íbúðina, sem reyndist mannlaus, en reykjarbræla stóð upp úr potti, sem gleymst hafði á logandi eldavélarhellu. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og stigaganginn, en skemmdir urðu í íbúðinni af völdum reyks.

Innlent
Fréttamynd

Þrír rotuðu einn í miðbænum í nótt

Þrír karlmenn réðust að manni fyrir utan veitingahús við Tryggvagötu í Reykjavík upp úr klukkan fimm í morgun og rotuðu hann. Lögregla kom á vettvang og náði að handtaka tvo árásarmannanna, en sá rotaði var fluttur á Slysadeild Landsspítalans, þar sem hann komst til meðvitundar og jafnaði sig. Hann mun ekki vera alvarlega meiddur.

Innlent
Fréttamynd

Tveir mótmælendur enn í haldi lögreglu

Tveir mótmælendur, á vegum samtakanna Saving Iceland, eru enn í haldi lögreglunnar eftir átök milli þeirra og lögreglu í gær. Alls voru fimm handteknir eftir að hópurinn stöðvaði umferð í miðborg Reykjavíkur. Lögregla sleppti tveimur nú rétt eftir hádegið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Einar Oddur Kristjánsson látinn

Einar Oddur Kristjánsson Alþingismaður er látinn. Hann varð bráðkvaddur í fjallgöngu á Kaldbak, á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, laust fyrir hádegi í gær. Geir H. Haarde forsætirráðherra minnist Einars Odds sem baráttumanns og áhrifamanns í stjórnmálum og atvinnulífi.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir mótmælendur í haldi lögreglu eftir mótmæli á Snorrabraut í kvöld

Fjórir mótmælendur eru í haldi lögreglunnar eftir mótmæli hópsins Saving Iceland á Snorrabrautinni í dag og kvöld. Hópurinn lagði af stað frá Perlunni klukkan fimm í mótmælagöngu sína og lá leið þeirra niður í miðbæ. Hann hafði ekki fengið leyfi fyrir göngunni og gangan hafði truflandi áhrif á gangandi vegfarendur og ökumenn.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaðarfundir á Grensásdeild

Það var hógvær en tilfinningarík stund þegar þau Þráinn og Valgerður hittust á Grensásdeild í dag - í fyrsta sinn eftir slysið í vetur og Valgerður sá nú bjargvætt sinn í fyrsta sinn, svo hún muni.

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist um líf sitt vegna umferðar

Vegfarandi, sem bjargaði lífi liðlega tvítugrar konu, þar sem hún sat föst í bílflaki sínu eftir árekstur, segist sjálfur hafa verið farinn að óttast um líf sitt vegna skeytingaleysis annarra vegfarenda, sem óku hjá á fullri ferð.

Innlent
Fréttamynd

Baldvin Halldórsson látinn

Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri er látinn, 85 að aldri. Hann var einn af vinsælustu leikurum þjóðarinnar í rúma fjóra áratugi og lék nær tvö hundruð hlutverk á sviði Þjóðleikhússins. Þá var hann leikstjóri þar í rúm tuttugu ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Vigdís Pálsdóttir og lætur hann eftir sig þrjú uppkomin börn.

Innlent