Innlent Norður-Kóreumenn undirbúa átök Stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrirskipuðu herliði sínu að undirbúa sig fyrir stríð á laugardaginn rétt áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti viðskiptabann á Norður-Kóreu. Erlent 19.7.2006 10:48 Atvinnuleysi 4% á öðrum ársfjórðungi Að meðaltali 7.200 manns voru án vinnu á öðrum ársfjórðungi 2006 eða fjögur prósent af vinnuafli samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Atvinnuleysi mældist 3,9% hjá körlum en 4,1% hjá konum. Meirihluti atvinnulausra voru námsmenn. Á öðrum ársfjórðungi 2005 mældist atvinnuleysi þrjú prósent. Innlent 19.7.2006 10:29 Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 4,14 prósent Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan þennan mánuði og gildir fyrir ágúst, hækkaði um 4,14 prósent frá júní, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 19.7.2006 09:47 Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós. Innlent 19.7.2006 08:51 Hreindýraveiðar á Austurlandi hafnar Hreindýraveiðitíminn á Austurlandi er hafinn og er þegar búið að fella þó nokkra tarfa. Um það bil áttatíu manns hafa atvinnu af leiðsögn fyrir veiðimennina, en þeir aðstoða líka við að bera bráðina til byggða. Á þessu veiðitimabili, sem lýkur fimmtánda september, má fella rúmlega níu hundruð dýr, sem er stærsti veiðikvóti til þessa.- Innlent 19.7.2006 08:11 Bjart og hlýtt næstu daga „Sólin fer að leika stærra hlutverk í okkar lífi á næstunni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sem spáir góðu veðri um allt land næstu vikuna. Innlent 18.7.2006 23:04 Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir Nefnd á vegum Ríkisendurskoðanda vinnur að mati á eignum Ríkisútvarpsins. Forvörður í Morkinskinnu verðmat listaverk í eigu stofnunarinnar. Hann telur þau eiga að vera á Listasafni Íslands. Hluti af ásjónu RÚV, segir útvarpsstjóri. Innlent 18.7.2006 23:04 Rúmlega fimmhundruð manns hafa fundis látnir á Jövu Enn er leitað í rústum húsa sem holskeflan á Jövu jafnaði við jörðu. 525 manns hafa nú fundist látnir og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í fyrradag. Þriggja metra háar öldur skullu fyrirvaralaust á suðurströnd Jövu skömmu eftir skjálftann. Fjöldi þeirra látnu á enn eftir að hækka meðan björgunarfólk leitar í rústum húsa og hótela að eftirlifendum eða líkum. Neyðaraðstoð er nú farin að berast til Jövu, hjálpargögn, matvæli og líkpokar. Erlent 19.7.2006 07:34 Ísraelar ganga mjög hart fram Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendinga heilu og höldnu frá Beirút í Líbanon. Eftir því sem næst verði komist séu ekki fleiri Íslendingar eftir í landinu. Innlent 18.7.2006 23:05 Jónas áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Innlent 18.7.2006 23:05 Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda Forsætisráðherra segir ekki víst að þótt skattar á matvöru lækki hafi það áhrif til verðlækkunar. Ígildi skattsins gæti runnið eitthvað annað. Skýrsla matvælaverðsnefndar forsætisráðherra var rædd á fundi ríkissins. Innlent 18.7.2006 23:05 Flöskuháls í skólakerfinu Rektor Listaháskólans er ánægður með tillögur nefndar menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms. Hann segir framhaldsskólastigið flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Innlent 18.7.2006 23:05 Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.- Innlent 19.7.2006 07:27 Átta sinnum meira magn fíkniefna Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs. Innlent 18.7.2006 23:04 Ég vil að veturinn komi bara strax „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Innlent 18.7.2006 23:04 Komin heilu og höldnu Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta. Innlent 19.7.2006 07:10 Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar Íslendingarnar sem utanríkisráðuneytið flutti frá átakasvæðum í Líbanon lentu heilir á höldnu í Kaupmannahöfn í gær. Vel gekk að koma fólki frá Beirút til Damaskus. Stóðu vel að fólksflutningum frá Líbanon, segir Már Þórarinsson. Innlent 18.7.2006 23:05 Vonast eftir friðsemd og ró Andrea Hólm og maður hennar, Hassan Jami Chahla, hafa ekki enn náð sambandi við nánustu fjölskyldu hans sem býr í þeim hluta Beirútborgar þar sem árásir Ísraela hafa aukist dag frá degi að undanförnu. Innlent 18.7.2006 23:04 Það er fleira dýrt en maturinn „Það liggur fyrir að á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er unnið að því að semja um tolla og innanlandsstuðning og þar liggur landbúnaðurinn undir,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun þar sem rætt var um skýrslu formanns matvælaverðsnefndar. Innlent 18.7.2006 23:05 Ekki víst að sjóðurinn veikist Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir ekki sjálfgefið að lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs veiki sjóðinn. „Það þarf ekki að vera til lengri tíma,“ sagði Magnús í gær en tók fram að hann ætti eftir að fara yfir málið með sérfræðingum. Hann benti á að breyting á mati S&P hefði svifið yfir vötnum í nokkurn tíma en Moodys, sem er sambærilegt fyrirtæki, gæfi sjóðnum áfram bestu einkunn. Innlent 18.7.2006 23:04 Vegið að kókópuffs-kynslóðinni Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Innlent 18.7.2006 23:05 Tíu aðrar leiðir vannýttari Stjórn Strætó bs. ákvað að leggja niður leið S5, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, vegna þess að mestan hluta leiðarinnar aka aðrar leiðir líka. Innlent 18.7.2006 23:05 Fær ættleiðingu ekki greidda Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu eina milljón króna í bætur frá ríkinu vegna læknamistaka en vísaði hins vegar frá bótakröfu hennar vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar barna frá Kína. Innlent 18.7.2006 23:05 Átján ára mál rannsakað Innri endurskoðandi KB banka sætir nú lögreglurannsókn fyrir að hafa notað skjal frá útlánaeftirliti Búnaðarbankans til að gera kröfur við gjaldþrot Stokkfisks. Eigandi fyrirtækisins kærði málið í nóvember í fyrra eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við efni skjalsins. Innlent 18.7.2006 23:04 Ekkert ákveðið um framboð Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra gerist fámáll, inntur eftir eigin vangaveltum um framboð til embætta innan Framsóknarflokksins. „Ég hef ekkert ákveðið en útiloka ekki neitt. Ég hef svo sem ekkert hugleitt þetta sérstaklega. Það eru ýmsir sem vilja fá eitthvað að gera þarna og það er bara ágætt,“ sagði Magnús í gær. Innlent 18.7.2006 23:05 Ýmsar reglur sem gæta verður að Fríhöfnin er í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn hennar líta svo á að hún sé í samkeppni við aðrar fríhafnir í Evrópu og segja verð allt að 50 prósentum lægra en gengur og gerist í Reykjavík. Ísland er eitt af fáum ríkjum Vestur-Evrópu þar sem hægt er að selja vörur og þjónustu til allra farþega, bæði við komu til landsins og brottför. Innlent 18.7.2006 23:05 Ríkið heldur að sér höndum Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni ekki grípa til neinna ráðstafana vegna hækkandi eldsneytisverðs. Öll olíufélögin hafa hækkað bensínlítra um þrjár krónur og 40 aura og dísilolíulítra um tvær krónur. Innlent 18.7.2006 23:05 Vilja að farið sé norðar yfir fjörðinn Leið ehf. hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir á þjóðvegi 1 milli Brúar og Staðarskála í Hrútafirði væru ekki líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu framkvæmdirnar því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Innlent 18.7.2006 23:05 Hentugar þyrlur ekki til Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins leggur til að þrjár nýjar, stórar og langdrægar björgunarþyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna á árunum 2010 til 2015. Þyrlan TF-LÍF, sú stærri í flotanum, verði seld en TF-SIF ekki. Innlent 18.7.2006 23:05 Sofia nýr þátttakandi Actavis er styrktaraðili forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum, en Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefur nú bæst í þann hóp sem tekur þátt í forvarnarverkefninu. Verkefnið er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Innlent 18.7.2006 23:05 « ‹ 319 320 321 322 323 324 325 326 327 … 334 ›
Norður-Kóreumenn undirbúa átök Stjórnvöld í Norður-Kóreu fyrirskipuðu herliði sínu að undirbúa sig fyrir stríð á laugardaginn rétt áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti viðskiptabann á Norður-Kóreu. Erlent 19.7.2006 10:48
Atvinnuleysi 4% á öðrum ársfjórðungi Að meðaltali 7.200 manns voru án vinnu á öðrum ársfjórðungi 2006 eða fjögur prósent af vinnuafli samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Atvinnuleysi mældist 3,9% hjá körlum en 4,1% hjá konum. Meirihluti atvinnulausra voru námsmenn. Á öðrum ársfjórðungi 2005 mældist atvinnuleysi þrjú prósent. Innlent 19.7.2006 10:29
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 4,14 prósent Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan þennan mánuði og gildir fyrir ágúst, hækkaði um 4,14 prósent frá júní, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 19.7.2006 09:47
Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós. Innlent 19.7.2006 08:51
Hreindýraveiðar á Austurlandi hafnar Hreindýraveiðitíminn á Austurlandi er hafinn og er þegar búið að fella þó nokkra tarfa. Um það bil áttatíu manns hafa atvinnu af leiðsögn fyrir veiðimennina, en þeir aðstoða líka við að bera bráðina til byggða. Á þessu veiðitimabili, sem lýkur fimmtánda september, má fella rúmlega níu hundruð dýr, sem er stærsti veiðikvóti til þessa.- Innlent 19.7.2006 08:11
Bjart og hlýtt næstu daga „Sólin fer að leika stærra hlutverk í okkar lífi á næstunni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sem spáir góðu veðri um allt land næstu vikuna. Innlent 18.7.2006 23:04
Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir Nefnd á vegum Ríkisendurskoðanda vinnur að mati á eignum Ríkisútvarpsins. Forvörður í Morkinskinnu verðmat listaverk í eigu stofnunarinnar. Hann telur þau eiga að vera á Listasafni Íslands. Hluti af ásjónu RÚV, segir útvarpsstjóri. Innlent 18.7.2006 23:04
Rúmlega fimmhundruð manns hafa fundis látnir á Jövu Enn er leitað í rústum húsa sem holskeflan á Jövu jafnaði við jörðu. 525 manns hafa nú fundist látnir og 160 til viðbótar er enn saknað. Flóðbylgjan skall á suðurströnd Jövu eftir að jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter varð fyrir utan suðurströnd eyjarinnar í fyrradag. Þriggja metra háar öldur skullu fyrirvaralaust á suðurströnd Jövu skömmu eftir skjálftann. Fjöldi þeirra látnu á enn eftir að hækka meðan björgunarfólk leitar í rústum húsa og hótela að eftirlifendum eða líkum. Neyðaraðstoð er nú farin að berast til Jövu, hjálpargögn, matvæli og líkpokar. Erlent 19.7.2006 07:34
Ísraelar ganga mjög hart fram Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir frábært til þess að vita að tekist hafi að flytja alla Íslendinga heilu og höldnu frá Beirút í Líbanon. Eftir því sem næst verði komist séu ekki fleiri Íslendingar eftir í landinu. Innlent 18.7.2006 23:05
Jónas áfrýjar til Hæstaréttar Jónas Garðarsson, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Innlent 18.7.2006 23:05
Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda Forsætisráðherra segir ekki víst að þótt skattar á matvöru lækki hafi það áhrif til verðlækkunar. Ígildi skattsins gæti runnið eitthvað annað. Skýrsla matvælaverðsnefndar forsætisráðherra var rædd á fundi ríkissins. Innlent 18.7.2006 23:05
Flöskuháls í skólakerfinu Rektor Listaháskólans er ánægður með tillögur nefndar menntamálaráðuneytisins um eflingu starfsnáms. Hann segir framhaldsskólastigið flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Innlent 18.7.2006 23:05
Ók niður ljósastaur Ökumaður bíls slapp lítið meiddur þegar hann ók niður ljósastaur við þjóðveginn í Mosfellsdal undir kvöld í gær. Bíllinn stórskemmdist. Þá slapp ökumaður ómeiddur þegar hann velti bíl sínum í Tungudal við Ísafjörð í gærkvöldi. Það gerðist skammt frá gangamunnanum og eru tildrög óljós.- Innlent 19.7.2006 07:27
Átta sinnum meira magn fíkniefna Lögreglan á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði gerði upptækt áttfalt magn fíkniefna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum afbrotatölum frá lögreglustjóranum í Hafnarfirði. Upptækt magn fíkniefna á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam rúmum 6,5 kílóum á móti 850 grömmum á sama tímabili síðasta árs. Innlent 18.7.2006 23:04
Ég vil að veturinn komi bara strax „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Innlent 18.7.2006 23:04
Komin heilu og höldnu Það voru vægast sagt fagnaðarfundir þegar tvær íslenskar fjölskyldur, sjö manns alls, lentu heilu og höldnu í Keflavík í gærkvöld eftir langt og strangt ferðalag frá vígvellinum í Líbanon. Brosið á ferðalöngunum og ættingjum þeirra var breitt, en tárin voru ekki langt undan. Sigríður Snævarr, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók á móti hópnum fyrir hönd ráðuneytisins en það sendi flugvél eftir fólkinu til Damaskus í Sýrlandi í fyrradag sem flaug með það til Kaupmannahafnar, þaðan sem það kom fljúgandi í gærkvöld. Flugvirkjarnir þrír sem einnig voru í hópnum koma ekki strax til Íslands heldur halda til starfa á vegum Atlanta. Innlent 19.7.2006 07:10
Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar Íslendingarnar sem utanríkisráðuneytið flutti frá átakasvæðum í Líbanon lentu heilir á höldnu í Kaupmannahöfn í gær. Vel gekk að koma fólki frá Beirút til Damaskus. Stóðu vel að fólksflutningum frá Líbanon, segir Már Þórarinsson. Innlent 18.7.2006 23:05
Vonast eftir friðsemd og ró Andrea Hólm og maður hennar, Hassan Jami Chahla, hafa ekki enn náð sambandi við nánustu fjölskyldu hans sem býr í þeim hluta Beirútborgar þar sem árásir Ísraela hafa aukist dag frá degi að undanförnu. Innlent 18.7.2006 23:04
Það er fleira dýrt en maturinn „Það liggur fyrir að á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er unnið að því að semja um tolla og innanlandsstuðning og þar liggur landbúnaðurinn undir,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun þar sem rætt var um skýrslu formanns matvælaverðsnefndar. Innlent 18.7.2006 23:05
Ekki víst að sjóðurinn veikist Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir ekki sjálfgefið að lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á lánshæfismati Íbúðalánasjóðs veiki sjóðinn. „Það þarf ekki að vera til lengri tíma,“ sagði Magnús í gær en tók fram að hann ætti eftir að fara yfir málið með sérfræðingum. Hann benti á að breyting á mati S&P hefði svifið yfir vötnum í nokkurn tíma en Moodys, sem er sambærilegt fyrirtæki, gæfi sjóðnum áfram bestu einkunn. Innlent 18.7.2006 23:04
Vegið að kókópuffs-kynslóðinni Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Innlent 18.7.2006 23:05
Tíu aðrar leiðir vannýttari Stjórn Strætó bs. ákvað að leggja niður leið S5, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, vegna þess að mestan hluta leiðarinnar aka aðrar leiðir líka. Innlent 18.7.2006 23:05
Fær ættleiðingu ekki greidda Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu eina milljón króna í bætur frá ríkinu vegna læknamistaka en vísaði hins vegar frá bótakröfu hennar vegna fyrirhugaðrar ættleiðingar barna frá Kína. Innlent 18.7.2006 23:05
Átján ára mál rannsakað Innri endurskoðandi KB banka sætir nú lögreglurannsókn fyrir að hafa notað skjal frá útlánaeftirliti Búnaðarbankans til að gera kröfur við gjaldþrot Stokkfisks. Eigandi fyrirtækisins kærði málið í nóvember í fyrra eftir að Fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við efni skjalsins. Innlent 18.7.2006 23:04
Ekkert ákveðið um framboð Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra gerist fámáll, inntur eftir eigin vangaveltum um framboð til embætta innan Framsóknarflokksins. „Ég hef ekkert ákveðið en útiloka ekki neitt. Ég hef svo sem ekkert hugleitt þetta sérstaklega. Það eru ýmsir sem vilja fá eitthvað að gera þarna og það er bara ágætt,“ sagði Magnús í gær. Innlent 18.7.2006 23:05
Ýmsar reglur sem gæta verður að Fríhöfnin er í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn hennar líta svo á að hún sé í samkeppni við aðrar fríhafnir í Evrópu og segja verð allt að 50 prósentum lægra en gengur og gerist í Reykjavík. Ísland er eitt af fáum ríkjum Vestur-Evrópu þar sem hægt er að selja vörur og þjónustu til allra farþega, bæði við komu til landsins og brottför. Innlent 18.7.2006 23:05
Ríkið heldur að sér höndum Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni ekki grípa til neinna ráðstafana vegna hækkandi eldsneytisverðs. Öll olíufélögin hafa hækkað bensínlítra um þrjár krónur og 40 aura og dísilolíulítra um tvær krónur. Innlent 18.7.2006 23:05
Vilja að farið sé norðar yfir fjörðinn Leið ehf. hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaðar framkvæmdir á þjóðvegi 1 milli Brúar og Staðarskála í Hrútafirði væru ekki líklegar til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu framkvæmdirnar því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Innlent 18.7.2006 23:05
Hentugar þyrlur ekki til Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins leggur til að þrjár nýjar, stórar og langdrægar björgunarþyrlur verði keyptar fyrir Landhelgisgæsluna á árunum 2010 til 2015. Þyrlan TF-LÍF, sú stærri í flotanum, verði seld en TF-SIF ekki. Innlent 18.7.2006 23:05
Sofia nýr þátttakandi Actavis er styrktaraðili forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum, en Sofia, höfuðborg Búlgaríu, hefur nú bæst í þann hóp sem tekur þátt í forvarnarverkefninu. Verkefnið er byggt á íslenskum rannsóknum sem miða að því að greina þætti sem eru líklegir til að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Innlent 18.7.2006 23:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent