Vegið að kókópuffs-kynslóðinni 19. júlí 2006 07:00 Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina. Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina.
Innlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira