Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar 19. júlí 2006 07:00 Flugvirkarjar AIR ATLANTA Icelandic Flugvirkjarnir Markús Sigurjónsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Már Þórarinsson, við rútuna sem flutti Íslendingana frá Beirút til Damaskus í Sýrlandi. Rútan er rækilega merkt finnskum stjórnvöldum, sem stóðu fyrir farþegaflutningunum til Damaskus. Mynd/már Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira