Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Ríkis­vöru­merkið skilar hagnaði eftir miklar niður­færslur og tap­rekstur

Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Icelandic Trademark Holding (ITH), sem er í eigu íslenska ríkisins og heldur utan um vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood. Eftir að ljóst varð að langtímaáætlanir félagsins myndu ekki ganga eftir, sem leiddi til verulegra lækkana á verðmati vörumerkjanna, var rekstrarkostnaður félagsins skorinn niður um 100 milljónir og miklu tapi snúið í hagnað. Þetta má lesa úr ársreikningi ITH.

Innherji
Fréttamynd

Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður

Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín.

Innlent
Fréttamynd

Rebekka og Karen til liðs við Hér & Nú

Rebekka Líf Albertsdóttir og Karen Sigurlaugsdóttir hafa slegist í hóp starfsmanna Hér & Nú, samskiptastofu. Gengið var frá ráðningu þeirra fyrir skemmstu. Rebekka Líf bætist í teymi grafískra hönnuða fyrirtækisins og Karen mun gegna nýrri stöðu birtingaráðgjafa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það er af sem áður var

Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Til skoðunar hvort aug­lýsing Ás­laugar sé lögmæt

Menningar­ráð­herra skoðar nú hvort starfs­aug­lýsing annars ráðu­neytis þar sem ekki er krafist ís­lensku­kunn­áttu stangist á við lög. For­sætis­ráð­herra hefur miklar á­hyggjur af stöðu tungu­málsins og gagn­rýnir þá þróun að inn­lend fyrir­tæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli.

Innlent
Fréttamynd

KKÍ og Ölgerðin endurnýja samstarf

KKÍ og Ölgerðin hafa endurnýjað sitt góða samstarf með undirritun á nýjum samningi en Ölgerðin og vörumerkið Kristall hefur verið góður samstarfsaðili KKÍ undanfarin ár.

Samstarf
Fréttamynd

Sam­tök iðnaðarins kæra aug­lýsingar Nova

Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu

Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum.

Bílar
Fréttamynd

Óttast slysa­hættu af aug­lýsingum

Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu.

Sport