Viðskipti innlent

Þessi vöru­merki voru út­­nefnd bestu ís­­lensku vöru­­merkin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þessi fyrirtæki fengu verðlaun.
Þessi fyrirtæki fengu verðlaun.

Vörumerkja­stof­an brandr útnefndi  „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í þriðja sinn í dag. Viðurkenningar voru veittar í fjór­um flokk­um en sigurvegararnir voru Controlant, Blush, Ikea og Krónan.

Fyrir áramót var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er tugum sérfræðing­a úr at­vinnu­líf­inu og fræðasam­fé­lag­inu. Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerki skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.

Leikarinn Þorsteinn Bachmann kynnti sigurvegara verðlaunanna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Í fyrsta skiptið var veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“ engar tilnefningar voru gefnar út. Sigurvegarinn í ár var Herra Hnetusmjör. 

Eftirfarandi vörumerki hlutu tilnefningu en þau feitletruðu unnu verðlaunin:

Fyr­ir­tækja­markaður:

Advania

Brandenburg

BYKO

Controlant

Origo

Einstaklingsmarkaður, starfs­fólk 49 eða færri:

Al­freð

Blush

Dinout

Hopp

Smitten

Svens

Ein­stak­lings­markaður, starfs­fólk 50 eða fleiri:

66°Norður

Borgarleikhúsið

Íslandsbanki

Krónan

Orkan

Play

Sky Lagoon

Alþjóðleg vörumerki á Íslandi:

Boozt

Domino's

IKEA

KFC

Nocco






Fleiri fréttir

Sjá meira


×