Björgvin Guðmundsson

Fréttamynd

Lægra matarverð

Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillögur Samfylkingarinnar vanhugsaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsilaust að stunda vændi Björgvin guðmundsson skrifar

Vændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja. Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt missýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn þenslumerki

Verðbólgan virðist vera á undanhaldi, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í fyrradag. Almennar verðhækkanir náðu hámarki í ágúst og miðað við þróun neysluverðsvísitölunnar í september hægist á hækkununum. Verðbólgutölur eru þó hærri en Íslendingar hafa átt að venjast og langt frá verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frumkvæði lækna mikilvægt

Þrátt fyrir að einstakir stjórnmálamenn hafi ljáð máls á aukinni samkeppni og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu hefur þessi umræða ekki farið hátt hér á landi. Tal um einkarekstur sjúkrastofnana hefur jafnvel verið talið af hinu illa. Samt eru dæmi um að hann hafi gefist vel, til dæmis við uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eignarrétturinn er mikilvægur

Það er sjávarútvegsfyrirtækjunum í hag að eftir­lit með fiskimiðunum sé skilvirkt og hafrannsóknir árangurs­ríkar. Það myndi miða að því að hámarka arð af fiskveiðiauðlindinni með sjálfbærri nýtingu. Afkoma sjávarútvegsins er undir því komin að rannsóknir séu fullnægjandi og rányrkja ekki stunduð. Með því að hafa þessa hagsmuni á sömu hendi telur Ragnar Árnason og fleiri fræðimenn að betri árangur náist. Útgjöld ríkisins minnki og tekjur sjávarútvegsins aukist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nálgunarbann verður að virka

Það er mikilvægt að löggjafar- og framkvæmdavaldið skoði sérstaklega hvernig bregðast eigi við heimilisofbeldi. Það er hins vegar vandmeðfarið. Gæta verður að friðhelgi heimilisins en um leið eiga þess kost að grípa inn í aðstæður þar sem ofbeldi á sér stað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver togaði í spotta?

<strong><em>Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson </em></strong> En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað.

Skoðun
Fréttamynd

Útlendinga í sjávarútveginn?

Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. </b />

Skoðun
Fréttamynd

Umfangsmesta einkavæðingin

Eftir að greitt verður fyrir hlut ríkisins í Símanum er mikilvægt að stjórnmálamenn ráðstafi andvirðinu þannig að það nýtist öllum landsmönnum og komandi kynslóðum. Ein leið til þess er að lækka skuldir ríkissjóðs og greiða niður lífeyrisskuldbindingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður orðinn óþarfur

Þessa dagana á sér stað ný umræða um hlutverk Íbúðalánasjóðs og aftur rísa vinstrimenn á afturlappirnar – í þetta sinn Íbúðalánasjóði til varnar. Nú eru það meintir hagsmunir almennings að ríkið reki áfram lánasjóð til að fjármagna íbúðakaup fólksins í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enginn R-listi án samstarfsflokka

<strong><em>Borgarstjórnarkosningar - Björgvin Guðmundsson </em></strong> R-listinn er kosningabandalag þriggja flokka. Og það getur enginn einn flokkur tekið þetta nafn, Reykjavíkurlisti, og boðið fram í nafni hans.

Skoðun
Fréttamynd

Hver var rændur?

Lúðvík Geirsson segist ekki sjá hvernig hægt sé að fara með Sparisjóð Hafnarfjarðar eins og hverja aðra söluvöru á markaði. Af hverju ekki? Hvaða önnur lögmál gilda um sparisjóði en önnur fyrirtæki?

Fastir pennar
Fréttamynd

Græðgi er góð

Eigendum fyrirtækja er alls ekki skylt að leggja sitt af mörkum til menningar-, líknar- eða menntamála. Í frjálsu þjóðfélagi á enginn sjálfkrafa tilkall til eigna þeirra. Framsýni þeirra, dugnaður og afrek er þeim sjálfum að þakka. Ávinningur þeirra af frjálsum viðskiptum þýðir ekki tap annarra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vörumst ríkisvæðingu stjórnmálanna

Frá árinu 2000 hafa ríkisframlög til stjórnmálaflokka hækkað um rúmlega sextíu prósent. Í ár nema framlög skattgreiðenda til flokkanna rúmum 300 milljónum króna. Það er vel yfir milljarður króna á einu kjörtímabili, hækki upphæðin ekki á þeim tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkisstjórnin skilur aldraða eftir

Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði. </font /></b />

Skoðun
Fréttamynd

Forsetinn hafi áfram málskotsrétt

Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Hagsmunum stefnt í hættu

Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því.

Skoðun
Fréttamynd

Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna

Stjórnmál - Björgvin Guðmundsson Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var til mikillar fyrirmyndar. Segja má að stjórnarandstaðan hafi algerlega staðið saman meðan fjölmiðlafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi.

Skoðun