Forsetinn hafi áfram málskotsrétt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. janúar 2005 00:01 Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - Björgvin Guðmundsson Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggisventill. Ef stjórnmálamenn gera einhver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Íslands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem forseti synjar staðfestingar, eigi að síður lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að forsetar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endurskoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Íslands eigi áfram að hafa málskotsrétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndarmanna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipunarbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um forseta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylkingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Oddson ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ætla að taka sæti í stjórnarskrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnarskrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Ef það hefði verið gert hefði náðst full samstaða um vinnubrögð og það leitt til betri árangurs við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun