Hagsmunum stefnt í hættu Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2004 00:01 Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Efnahagsmálin - Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Seðlabankinn hækkaði í byrjun desember stýrivexti um eitt prósentustig eða í 8,25%. Í kjölfarið hækkaði íslenska krónan um 2,8%. Gengi dollars fór við það í sögulegt lágmark eða í tæpar 62 kr. Það vill segja, að útflutningur í dollurum, sem fyrir fáum árum lagði sig á 110 milljónir króna gaf eftir þessar ráðstafanir Seðlabankans innan við 62 milljónir kr. Samtök atvinnuveganna hafa reiknað út að þetta þýði 15 milljarða króna tekjulækkun hjá útflutningsatvinnuvegunum á ársgrundvelli. Þetta er hrap útflutningsverðmætis og setur útflutninginn í stórhættu. Enda eru mörg útflutningsfyrirtæki í miklum rekstrarerfiðleikum í dag. Útflutningstekjurnar hafa hrunið. Það sem bjargar mörgum fyrirtækjum er að þau eru með blandaðan rekstur, útgerð og fiskvinnslu og mörg þeirra skulda mikið erlendis í dollurum og þau njóta þess við lækkun dollars. En það á ekki við nema hluta fyrirtækjanna. Hér áður fyrr, þegar slíkir rekstrarerfiðleikar steðjuðu að útflutningnum eins og nú gerist, var venjan að fella gengið en það er liðin tíð. Nú mega fyrirtækin stöðvast og segja upp starfsfólki sínu. Fáir virðast hafa áhyggjur af því. Rök Seðlabankans fyrir mikilli hækkun stýrivaxta eru þau að slá þurfi á þenslu í efnahagslífinu og draga úr verðbólgu. Markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan 2,5% á ársgrundvelli en verðbólgan er talsvert yfir því marki í dag. Seðlabankinn spáir 3,5% verðbólgu næstu 24 mánuði en aðrir spá allt að 3,9% verðbólgu. Útlit var fyrir, að þensla og verðbólga myndu aukast á næstunni. Miklar framkvæmdir við Kárahnjúka valda þar miklu en einnig aðrar framkvæmdir svo og mikil eftirspurn eftir húsnæði, sem hefur sprengt upp fasteignaverð. Hin nýju íbúðalán bankanna á lágum vöxtum, 4,15%, og lánveitingar upp í 100% af verði fasteigna hafa ýtt upp fasteignaverði. Þá á hátt olíuverð einnig þátt í aukinni verðbólgu. Það á eftir að koma í ljós hvort vaxtahækkun Seðlabankans slær verulega á verðbólguna. Líklegt er að svo verði en ef viðskiptabankarnir hækka sína útlánsvexti í takt við vaxtahækkun Seðlabankans er hætt við að vaxtahækkunin fari að hluta til út í verðlagið og valdi aukinni verðbólgu, sem verkar þá gegn vaxtahækkun bankans. Mjög eru skiptar skoðanir um vaxtahækkanir Seðlabankans. Hagfræðingar viðurkenna að vaxtahækkun dragi yfirleitt úr þenslu en stjórnmálamenn eru ekki allir ánægðir með aðgerðir Seðlabankans. Þannig gagnrýndi Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vaxtahækkun Seðlabankans harðlega á alþingi og sagði að hún stefndi hagsmunum útflutningsatvinnuveganna í hættu. Einnig fór mjög fyrir brjóstið á Einari að Seðlabankinn taldi ríkisstjórnina ekki sýna nægilegt aðhald í ríkisfjármálum en Einar Oddur er varaformaður fjárlaganefndar. Var að skilja á Einari Oddi í ræðu á alþingi að hann teldi Seðlabankann óþarfan og að leggja mætti hann niður. Einar Oddur sagði þó síðar að þessi orð hefðu verið sögð í hálfkæringi. Enda þótt deila megi um aðgerðir Seðlabankans nú tel ég að Seðlabankinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Og síðan sjálfstæði Seðlabankans var aukið hefur bankinn sýnt að hann getur veitt ríkisvaldinu aðhald í efnahagsmálum eins og hann á að gera. Birgir Ísleifur Gunnarsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur staðið sig nokkuð vel í þessu efni. En betur má ef duga skal. Sjálfstæði Seðlabankans þarf enn að auka.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun