Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Fimm ára fangelsisdómur yfir Gunnari Jóhanni stendur

Hæstiréttur Noregs vísaði frá áfrýjun saksóknara á dómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni vegna drápsins á Gísla Þór Þórarinssyni hálfbróður hans í bænum Mehamn árið 2019. Það þýðir að fimm ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut stendur óraskaður.

Innlent
Fréttamynd

Voru Covid-smitaðir á toppi Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest.

Innlent
Fréttamynd

Komnir niður í aðrar búðir Everest

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið.

Lífið
Fréttamynd

„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu

Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Einn í Gagnamagninu með Covid-19

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Lífið
Fréttamynd

Líður ekki eins og hann sé í Euro­vision lengur

Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Euro­vision en vera fastur í sótt­kví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótel­her­bergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Euro­vision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í general­prufu. Þetta er alveg súrrealískt.“

Lífið
Fréttamynd

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

Lífið
Fréttamynd

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Lífið
Fréttamynd

Heimir hættur með Al Arabi

Heimir Hallgrímsson er hættur þjálfun Al Arabi í Katar. Hann og félagið hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega

Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki.

Innlent
Fréttamynd

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.

Lífið
Fréttamynd

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið