Íslendingar erlendis Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. Lífið 17.5.2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Innlent 16.5.2021 18:18 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Lífið 16.5.2021 16:46 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. Lífið 16.5.2021 16:26 Stóra stundin rennur upp í kvöld hjá Elísabetu Huldu Elísabet Hulda Snorradóttir er full eftirvæntingar fyrir úrslitin í Miss Universe sem fram fara í Los Angeles í Bandaríkjunum í kvöld. Sundbolakeppni og kvöldkjólakeppni er að baki og komið að örlagastundu. Lífið 16.5.2021 14:00 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Innlent 16.5.2021 13:41 „Til fjandans með Pollýönnu“ Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Innlent 15.5.2021 16:45 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. Innlent 15.5.2021 14:07 Rúrik og Renata fengu fullt hús stiga og eru komin í undanúrslit Rúrik Gíslason og Renata Lusin dönsuðu Paso Doble í Let‘s dance þætti kvöldsins og tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Parið hlaut 30 stig fyrir dansinn eða fullt hús stiga og mikið lof dómara. Lífið 14.5.2021 23:33 Natan Dagur komst áfram í undanúrslit með mögnuðum flutningi Natan Dagur sló enn og aftur í gegn í átta manna úrslitum The Voice Norway í kvöld og er nú kominn áfram í undanúrslit söngvakeppninnar vinsælu. Lífið 14.5.2021 21:53 Íslendingar geta kosið Natan í átta manna úrslitunum Natan Dagur mun koma fram í átta manna úrslitum í The Voice Norway í beinni útsendingu á TV2 í kvöld. Lífið 14.5.2021 14:30 Oliver greindist með blóðtappa í öxl og verður frá í sex mánuði Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið vegna blóðtappa. Fótbolti 11.5.2021 07:30 Ólafur rekinn frá Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld. Fótbolti 10.5.2021 21:09 Búa sig undir fyrstu æfinguna í algerum Covid-hliðarveruleika Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur heimild til þess að vera á tveimur stöðum í Rotterdam í Hollandi, þangað sem hann kom í gær ásamt íslenska Eurovision-hópnum. Lífið 10.5.2021 11:36 Elon Musk gerir stólpagrín að Íslandi í SNL Stólpagrín var gert að Íslendingum í gríninnskoti í Saturday Night Live í gær, þar sem leikarar settu á svið íslenskan spjallþátt. Lífið 9.5.2021 13:46 Bræður heita í alvöru Kaktus og Bambus og vita ekki af hverju Bræður, annar fæddur 1992 og hinn 1999, ólust upp í Vesturbæ og síðan Grafarvogi, fóru í Borgó annars vegar og Kvennó hins vegar, sá eldri verður tónlistarmaður og sá yngri fer í LHÍ í arkítektúr. Innlent 8.5.2021 16:36 Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Fótbolti 6.5.2021 10:31 Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Innlent 5.5.2021 14:59 Laufey lofuð í Rolling Stone Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Lífið 1.5.2021 10:36 Natan Dagur söng á íslensku og komst áfram Natan Dagur Benediktsson komst í gær áfram í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice. Átta keppendur stigu á svið í gær en aðeins fjórir komust áfram. Lífið 1.5.2021 08:19 Daði fær silfurplötu í Bretlandi Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi. Tónlist 27.4.2021 15:31 Sif spilaði fyrsta leikinn í eitt og hálft ár: „Er á undan áætlun“ Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik síðan í október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-1 sigri Kristianstad á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Fótbolti 27.4.2021 09:01 Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum. Lífið 26.4.2021 01:23 Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. Lífið 25.4.2021 14:32 Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan. Lífið 24.4.2021 07:51 Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. Viðskipti innlent 20.4.2021 21:22 Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. Tónlist 19.4.2021 14:31 Vonar að hann verði á svörtum lista kínverskra stjórnvalda til frambúðar Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur. Innlent 16.4.2021 22:44 Talin einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni er Sveindís Jane Jónsdóttir á lista Fotbollskanelan yfir bestu leikmenn deildarinnar. Fótbolti 16.4.2021 14:32 Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. Innlent 16.4.2021 08:37 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 67 ›
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. Lífið 17.5.2021 10:13
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Innlent 16.5.2021 18:18
Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Lífið 16.5.2021 16:46
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. Lífið 16.5.2021 16:26
Stóra stundin rennur upp í kvöld hjá Elísabetu Huldu Elísabet Hulda Snorradóttir er full eftirvæntingar fyrir úrslitin í Miss Universe sem fram fara í Los Angeles í Bandaríkjunum í kvöld. Sundbolakeppni og kvöldkjólakeppni er að baki og komið að örlagastundu. Lífið 16.5.2021 14:00
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Innlent 16.5.2021 13:41
„Til fjandans með Pollýönnu“ Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Innlent 15.5.2021 16:45
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. Innlent 15.5.2021 14:07
Rúrik og Renata fengu fullt hús stiga og eru komin í undanúrslit Rúrik Gíslason og Renata Lusin dönsuðu Paso Doble í Let‘s dance þætti kvöldsins og tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Parið hlaut 30 stig fyrir dansinn eða fullt hús stiga og mikið lof dómara. Lífið 14.5.2021 23:33
Natan Dagur komst áfram í undanúrslit með mögnuðum flutningi Natan Dagur sló enn og aftur í gegn í átta manna úrslitum The Voice Norway í kvöld og er nú kominn áfram í undanúrslit söngvakeppninnar vinsælu. Lífið 14.5.2021 21:53
Íslendingar geta kosið Natan í átta manna úrslitunum Natan Dagur mun koma fram í átta manna úrslitum í The Voice Norway í beinni útsendingu á TV2 í kvöld. Lífið 14.5.2021 14:30
Oliver greindist með blóðtappa í öxl og verður frá í sex mánuði Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið vegna blóðtappa. Fótbolti 11.5.2021 07:30
Ólafur rekinn frá Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld. Fótbolti 10.5.2021 21:09
Búa sig undir fyrstu æfinguna í algerum Covid-hliðarveruleika Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur heimild til þess að vera á tveimur stöðum í Rotterdam í Hollandi, þangað sem hann kom í gær ásamt íslenska Eurovision-hópnum. Lífið 10.5.2021 11:36
Elon Musk gerir stólpagrín að Íslandi í SNL Stólpagrín var gert að Íslendingum í gríninnskoti í Saturday Night Live í gær, þar sem leikarar settu á svið íslenskan spjallþátt. Lífið 9.5.2021 13:46
Bræður heita í alvöru Kaktus og Bambus og vita ekki af hverju Bræður, annar fæddur 1992 og hinn 1999, ólust upp í Vesturbæ og síðan Grafarvogi, fóru í Borgó annars vegar og Kvennó hins vegar, sá eldri verður tónlistarmaður og sá yngri fer í LHÍ í arkítektúr. Innlent 8.5.2021 16:36
Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Fótbolti 6.5.2021 10:31
Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Innlent 5.5.2021 14:59
Laufey lofuð í Rolling Stone Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. Lífið 1.5.2021 10:36
Natan Dagur söng á íslensku og komst áfram Natan Dagur Benediktsson komst í gær áfram í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice. Átta keppendur stigu á svið í gær en aðeins fjórir komust áfram. Lífið 1.5.2021 08:19
Daði fær silfurplötu í Bretlandi Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi. Tónlist 27.4.2021 15:31
Sif spilaði fyrsta leikinn í eitt og hálft ár: „Er á undan áætlun“ Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik síðan í október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-1 sigri Kristianstad á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Fótbolti 27.4.2021 09:01
Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum. Lífið 26.4.2021 01:23
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. Lífið 25.4.2021 14:32
Natan Dagur áfram í næstu umferð eftir stórbrotinn flutning á lagi Rihönnu Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan. Lífið 24.4.2021 07:51
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. Viðskipti innlent 20.4.2021 21:22
Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust. Tónlist 19.4.2021 14:31
Vonar að hann verði á svörtum lista kínverskra stjórnvalda til frambúðar Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur. Innlent 16.4.2021 22:44
Talin einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik í sænsku úrvalsdeildinni er Sveindís Jane Jónsdóttir á lista Fotbollskanelan yfir bestu leikmenn deildarinnar. Fótbolti 16.4.2021 14:32
Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. Innlent 16.4.2021 08:37