Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 19:27 Þórarinn Einarsson er búsettur á La Palma. Carlota Manuela Martin Fuentes/AP Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. „Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins.
Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40