Erlent

Fréttamynd

Fyrstu netkappræðurnar

Frambjóðendur demókrata til forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári hafa nýhafið kappræður á netinu, þær fyrstu sinnar tegundar. Í kappræðunum verður spurningum frá almenningi varpað til frambjóðendana í þrjátíu sekúndna löngum myndskilaboðum í gegnum myndbandsvefinn YouTube.

Erlent
Fréttamynd

Hæstu salerni í Evrópu

Tveimur salernum hefur verið komið fyrir nálægt toppi Mont Blanc, að því er fram kemur á fréttavef Ananova, og eru þau hæstu salerni í Evrópu. Meira en þrjátíu þúsund manns klífa Mont Blanc á hverju ári og að sögn Jean-Marc Peillex, bæjarstjóra í Chamonix í Frakklandi, var löngu orðið tímabært að koma salernunum fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í bókaútgáfu í Saudí-Arabíu

Sprenging hefur orðið í bókaútgáfu í Saudí-Arabíu síðastliðin tvö ár og um helmingur höfunda árið 2006 voru konur. 26 skáldsögur voru gefnar út árið 2005 en þær voru um 50 árið 2006. Aukningin er að miklu leyti rakin til bókarinnar sem ber enska titilinn "Girls of Riyadh" eftir Raja Alsanea.

Erlent
Fréttamynd

Kosovo mun ekki lýsa yfir sjálfstæði

Leiðtogar Kosovo fullvissuðu Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Washington í dag um þeir hefðu ekki í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði. Skender Hyseni, talsmaður leiðtoga Kosovo, sagði fundinn staðfesta að Kosovo muni áfram vera í nánu samstarfi við bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar

Erlent
Fréttamynd

Tilraun til að setja heimsmet breyttist í harmleik

Flugmaður lést þegar hann flaug einshreyfilsvél sinni inn í fjögurra hæða íbúðarhúsnæði í Basal í Sviss í dag. Flugmaðurinn Hans Georg Schmid hugðist fljúga vél sinni yfir Atlantshafið í einni lotu. Hann lagði af stað frá flugvellinum í Basal og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Írakar reyna að setja niður deilur sínar

Fimm helstu stjórnmálaleiðtogar Íraks munu setjast saman á fund í þessari viku til þess að reyna að binda enda á það pólitíska neyðarástand sem hefur lamað þjóðina í marga mánuði. Þar munu hittast leiðtogar kúrda og sjía og súnní múslima. Þeir munu meðal annars ræða um skiptingu á tekjum af olíuframleiðslu og um yfirráðasvæði hvers hóps fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

Gordon Brown útilokar ekki hernað gegn Íran

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að hervaldi verði beitt til þess að fá Íran til þess að hætta kjarnorkuvopnaframleiðslu. Hann telur hinsvegar að refsiaðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt muni duga til þess að fá Írana ofan af fyrirætlunum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Libya heimtar hátt lausnargjald fyrir hjúkrunarfólk

Libya vill fá fullt stjórnmálasamband við ríki Evrópusambandsins í skiptum fyrir fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestinskan lækni sem hafa verið þar í fangelsi í átta ár. Þau eru sökuð um að hafa vísvitandi smitað yfir 400 libysk börn af eyðni og voru dæmd til dauða. Libyumenn krefjast einnig hárra skaðabóta og efnahagsaðstoðar.

Erlent
Fréttamynd

Flugfélag til sölu -ódýrt

Ítalir eru nú svo örvæntingafullir að þeir eru tilbúnir til þess að selja ríkisflugfélagið Alitalia hverjum sem er, hvort sem það eru Eskimóar eða Kínverjar. Evrópuráðherra landsins, Emma Bonino lét þessi orð falla á blaðamannafundi þar sem fjallað var um flugfélagið.

Erlent
Fréttamynd

Þremur matvælafyrirtækjum lokað í Kína

Þremur matvælafyrirtækjum hefur verið lokað í Kína og nokkrir hafa verið handteknir í tengslum við matar og lyfjahneyksli þar í landi. Dauði fólks og dýra bæði innanlands og utan hefur verið rakinn til vara frá fyrirtækjunum.

Erlent
Fréttamynd

Bamir Topir kosinn forseti Albaníu

Albanska þingið kaus Bamir Topir, varaformann Demókrataflokksins, forseta í dag. Sú niðurstaða verður til þess að ekki þarf að ganga til almennra kosninga í Albaníu sem hefði getað seinkað inngöngu landsins í Nató og Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Flóð valda vandræðum á Englandi

Úrhellisrigning og flóð á suður- og austurhluta Englands hefur valdið miklum vandræðum þar í dag. Berkshire varð einna verst úti og sumir íbúar notuðu báta til að komast leiðar sinnar. Þar flæddi einnig inn á rúmlega þrjátíu heimili og loka þurfti skóla.

Erlent
Fréttamynd

Skorinn á háls vegna rispu á bíl

Nítján ára kínverskur karlmaður var skorinn á háls í Västerås í Svíþjóð í gær með þeim afleiðingum að hann lést. Lögreglan í Svíþjóð hefur lýst eftir 28 ára gömlum karlmanni í tengslum við morðið. Atvikið átti sér stað á bílaplani og höfðu mennirnir mælt sér mót þar til að gera upp rispu á bíl hins meinta morðingja.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vilja sættast við Breta

Utanríkisráðherra Rússlands sagði í dag að hann vonaðist til þess að eðlileg samskipti kæmust á milli Bretlands og Rússlands, eftir að Rússar ráku fjóra breska sendifulltrúa úr landi. Það var í hefndarskyni fyrir að Bretar gerðu fjóra Rússa landræka. Og það gerðu Bretar vegna þess að Rússar vilja ekki framselja meintan morðingja KGB njósnarans Litvinenkos, sem var myrtur í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla stórri mosku í Lundúnum

Hátt á þriðja hundrað þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli gegn stórri mosku sem múslimasöfnuður vill byggja í Lundúnum. Moskan yrði kostuð af opinberu fé og kosta milljarða króna. Mótmælendurnir vilja að því fé verði varið til heilbrigðismála.

Erlent
Fréttamynd

Fjórar nýjar barnaklámsíður á dag

Barnaklámsíðum á netinu fjölgar stöðugt. Samtökin Björgum börnunum segja að fjórar nýjar síður séu opnaðar á hverjum degi. Jafnframt verður efni á þessum síðum æ hrottalegra og jafnvel dæmi um að börnum sé nauðgað í beinni útsendingu. Á það horfa barnaníðingar um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair hreinsaður af áburði

Breski ríkissaksóknarinn tilkynnti í dag að engar sannanir hefðu fundist fyrir því að Verkamannaflokkurinn hafi lofað auðkýfingum aðalstitlum í staðinn fyrir lán og annan fjárhagsstuðning. Því verði engar ákærur lagðar fram. Rannsókn á þessu máli hefur verið sem svart ský yfir ríkisstjórn Tony Blairs síðastliðna 16 mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur Pakistan ógildir ákvörðun Musharraf

Hæstiréttur Pakistan ógilti í dag brottrekstur æðsta dómara landsins en Pervez Musharraf, forseti Pakistan, rak hann úr embætti fyrir fjórum mánuðum síðan. Iftikhar Chaudhry varð táknmynd og sameiningarafl andstæðinga Musharraf eftir að hann neitaði að samþykkja brottreksturinn.

Erlent
Fréttamynd

Varnarmálaráðuneytið húðskammar Hillary

Bandaríska varnarmálaráðuneytið gagnrýnir Hillary Clinton harkalega í svari við bréfi sem hún sendi ráðuneytinu vegna Íraksstríðsins. Í svarinu er hún sögð leggja óvinum Bandaríkjanna lið í áróðursstríði þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið reynir að fá sexmenninga til Búlgaríu

Evrópusambandið reynir nú hvað það getur til þess að fá fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og einn lækni til Búlgaríu. Fólkið á að afplána lífstíðardóm og Evrópusambandið vill að það afpláni í Búlgaríu. Einnig gæti forseti Búlgaríu náðað fólkið ef það fær að afplána dóma sína þar.

Erlent
Fréttamynd

Brown og Sarkozy funduðu í morgun

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakka, hittust í morgun í fyrsta sinn síðan þeir tóku við embættum sínum. Á fréttamannafundi sem þeir héldu, sem var í beinni útsendingu hér á Vísi, ræddu þeir um loftslagsbreytingar og þróun mála í Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Kosovo vill sjálfstæði

Forsætisráðherra Kosovo, Agim Ceku, sagði í dag að héraðið ætti að lýsa einhliða yfir sjálfstæði sínu frá Serbíu þann 28. nóvember næstkomandi. Ceku sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu brugðist Kosovo og því væri þetta eina leiðin.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Eþíópíu náða 38 stjórnarandstæðinga

Stjórnvöld í Eþíópíu frelsuðu í morgun 38 stjórnarandstæðinga sem voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í liðinni viku fyrir að efna til mótmæla og ofbeldis í kringum kosningarnar sem fram fóru árið 2005. Gagnrýnendur stjórnvalda í landinu segja að málið hafi verið af pólitískt.

Erlent
Fréttamynd

Blair bjartsýnn á friðarviðræður

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og nýskipaður sáttasemjari Mið-Austurlanda, segist bjartsýnn á að hægt verði að koma skriði á friðarferli á milli Ísraels og Palestínu. Á fyrsta fundi sínum með Málamiðlunarkvartettinum svokallaða í Lissabon sagði hann að ekkert væri jafn mikilvægt til að tryggja frið og öryggi í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Conrad Black frjáls þar til dómur verður kveðinn upp

Fyrrverandi fjölmiðlakóngurinn Condrad Black þarf ekki að dúsa bak við lás og slá á meðan hann bíður eftir dómsuppkvaðningu, að því er dómari í Chicago hefur úrskurðað. Black, sem var fyrir viku síðan sakfelldur af kviðdómi fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar, þarf að bíða fram í nóvember eftir dómsuppkvaðningu.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi fólks hefur leitað aðhlynningar í kjölfar eiturefnaslyss í Úkraínu

Um 140 manns, þar af 43 börn, hafa leitað aðhlynningar á sjúkrahúsi með einkenni eitrunar í kjölfar lestarslyss sem varð nærri bænum Lviv í Úkraínu á miðvikudag. Lest, sem flutti mikið magn eiturefna, fór út af sporinu og í kjölfarið kviknaði í henni. Við það lagði þykkt eiturefnaský yfir stórt svæði.

Erlent
Fréttamynd

52 létu lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan í dag

Þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir urðu að minnsta kosti 52 að bana í Pakistan í dag. Er þetta mesta mannfall sem orðið hefur á einum degi síðan alda sjálfsmorðssprengjuárása hófst í kjölfar umsáturs stjórnvalda um Rauðu moskuna í Islamabad fyrr í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Rice segir að Kosovo verði sjálfstætt þrátt fyrir mótbárur Rússa

Kosovo verður sjálfstætt á einn hátt eða annan þrátt fyrir andstöðu frá Rússum. Þetta fullyrti Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Bandaríkin eru að verða sífellt þreyttari á endurteknum neitunum Rússa á tillögum þeirra varðandi framtíðarskipulag mála í Kosovo. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram fjölmargar tillögur og Rússar neitað þeim jafnharðan.

Erlent
Fréttamynd

Tékkar andvígir bandarískum eldflaugum

Í skoðanakönnun sem gerð var í maí voru 61 prósent frekar eða mjög andvíg eldflaugakerfinu. Í nýju könnuninni er sú tala 65 prósent. Aðeins 28 prósent eru fylgjandi. Bandaríkin hyggjast koma fyrir tíu loftvarnaeldflaugum í Póllandi og ratsjárstöð í Tékklandi.

Erlent