Erlent

Þremur matvælafyrirtækjum lokað í Kína

Grænmetismarkaður í Beijing í Kína
Grænmetismarkaður í Beijing í Kína MYND/AFP

Þremur matvælafyrirtækjum hefur verið lokað í Kína og nokkrir hafa verið handteknir í tengslum við matar og lyfjahneyksli þar í landi. Dauði fólks og dýra bæði innanlands og utan hefur verið rakinn til vara frá fyrirtækjunum.

Tvö fyrirtækjanna fluttu út mengað hveitiprótein sem leiddi til dauða hunda og katta í Bandaríkjunum. Þriðja fyrirtækinu var lokað eftir að dauði fólks í Panama var rakinn til þess.

Stjórnvöld hafa í kjölfar hneykslisins lofað að þau muni auka kröfur sínar og komast að rót vandans.

Þó nokkur hneykslismál hafa komið upp undanfarnar vikur, í tengslum við framleiðslu á vörum í Kína, sem setja smánarblett á orðspor landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×