Erlent

Fréttamynd

Flóðbylgjuviðvörun á Hawaii

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Hawaii eyjum eftir að jarðskjálfti sem mældist 7.3 á Richter varð á hafsbotni um 2000 kílómetra VSV af Anchorage í Alaska.

Erlent
Fréttamynd

Frækileg þyrlubjörgun

Þyrla frá norska flotanum bjargaði í gær 12 sjómönnum af rússnesku flutningaskipi sem hafði rekið upp í fjörugrjótið rétt fyrir utan Murmansk.

Erlent
Fréttamynd

Neitaði að hitta Condi Rice

Forseti kúrdahéraðanna í Norður-Írak neitaði í dag að hitta Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán felldir á Gaza ströndinni

Ísraelar felldu 13 palestinska vígamenn í loftárásum á Gaza ströndina í dag. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur í marga mánði í átökum þessara aðila.

Erlent
Fréttamynd

Hjón í skotbardaga

Eiginkonan lá dauð eftir þegar hjón í New Hampshire í Bandaríkjunum lentu í skotbardaga eftir hávært rifrildi.

Erlent
Fréttamynd

Litla stúlkan með hnífinn

Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum fyrir að taka með sér hníf í skólann til þess að skera nestið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Réðust inn í Kúrdahéruð

Um 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í Kúrdahéruð í Norður-Írak snemma í morgun. Til átaka kom milli þeirra og skæruliða Kúrda. Ekki er vitað um mannfall. Þetta mun vera fyrsta áhlaup Tyrkja yfir landamærin frá því tyrkenska þingið veitti fyrr í vetur heimild til hernaðaraðgerða gegn skæruliðum.

Erlent
Fréttamynd

Sveinki hafnar bumbunni

Heilsuverndarsinnaður jólasveinn neitar að vera með púða á maganum þar sem hann telur að það ýti undir offitu barna. Bill Winton segir að börn líti á jólasveininn sem feitan og alist upp við að það sé í lagi að vera of þungur. Hinn áttræði Winton er Skoti segist hafa tekið ákvörðun þegar hann fór að taka eftir að börn sem settust á læri hans þyngdust ár frá ári.

Erlent
Fréttamynd

Barnungar brúðir

Ljósmynd af ellefu ára gamalli afganskri telpu sem var gefin fertugum karli vann fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að mynda bráðabirgðastjórn í Belgíu

Albert Belgíukonungur hefur beðið Guy Verhofstadt um að mynda bráðabirgðastjórn til þess að binda enda á stjórnarkreppu sem verið hefur í landinu síðan þingkosningar fóru fram þar í júní síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Snekkja Saddams til sölu

Lystisnekkja Saddams Hussein er nú til sölu fyrir rífa tvo milljarða króna. Undanfarin ár hefur skipið legið í höfn í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Jólagjafir handa Madeleine

Foreldrar Madeleine McCann halda svo sterkt í vonina um að hún sé enn á lífi að þau hafa keypt handa henni jólagjafir.

Erlent
Fréttamynd

Mánudagsmæða á evrópskum mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Helsta ástæðan fyrir því eru spár markaðsaðila þess efnis að mikil verðbólga í Bandaríkjunum, sem var yfir spám, leiði til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki ekki stýrivexti frekar. Óttast er að slíkt geti leitt til samdráttarskeiðs vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíudropinn dýrari í dag en í gær

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag. Verðið hefur verið á nokkurri uppleið í vikunni í kjölfar þess að olíubirgðir drógust óvænt saman í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Laura Ashley kaupir í Moss Bros

Breska kvenfata- og húsvörukeðjan Laura Ashley hefur keypt rúman þriggja prósenta hlut í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros. Baugur, sem er stærsti hluthafi verslunarinnar með tæpan 29 prósenta hlut, hefur verið orðaður við yfirtöku á Moss Bros í vikunni fyrir allt að fimm milljarða króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr stjóri í brúnni hjá Citigroup

Bandaríski bankinn Citigroup hefur fengið nýjan forstjóra. Sá heitir Vikrum Pandit og tekur við Charles Prince, sem tók poka sinn í nóvember eftir að bankinn greindi frá því að hann þyrfti að afskrifa heila 17 milljarða dala, jafnvirði rúmra eitt þúsund milljarða króna, úr bókum sínum vegna tapaðra útlána.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

UBS afskrifar 10 milljarða dala úr bókum sínum

Svissneski alþjóðabankinn UBS segist óttast að svo geti farið að hann verði að afskrifa allt að 10 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 617 milljarða króna, vegna tapaðra útlána í tengslum við bandarísk undirmálslán. Á sama tíma hafa stjórnvöld í Síngapúr ákveðið að kaupa hlut í bankanum fyrir svotil sömu upphæð og nemur útlánatapinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forstjóri Coka Cola stígur úr forstjórastólnum

Neville Isdell, forstjóri og stjórnarformaður bandaríska gosdrykkjarisans Coca Cola, ætlar að gefa forstjórastólinn eftir um mitt næsta ári og mun Muhtar Kent, næstráðandi hans, taka við starfinu. Isdell mun eftir sem áður vera stjórnarformaður fyrirtækisins næstu tvö árin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu þrátt fyrir að verðbólga hafi ekki mælst meiri í sex ár og gengi evrunnar með sterkasta móti. Á móti vegur yfirvofandi ótti manna við minnkandi hagvöxt í skugga lausafjárkreppunnar sem sett hefur skarð í afkomu fjölmargra banka í álfunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óvænt stýrivaxtalækkun í Bretlandi

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði óvænt stýrivexti í dag um 25 punkta og verða stýrivextir því eftirleiðis 5,5 prósent. Flestir fjármálasérfræðingar höfðu reiknað með því að bankinn myndi halda vöxtunum óbreyttum en höfðu í æ ríkari mæli hallast að því síðustu daga að bankinn myndi lækka þá í skugga fjármálakreppu og ótta við að dregið gæti úr einkaneyslu í stað þess að halda þeim óbreyttum og sporna gegn því að verðbólga aukist frekar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verkið var ádeila

Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listneminn, sem olli miklu fjaðrafoki í Toronto í Kanada í síðustu viku með verki sínu „Þetta er ekki sprengja“ segir hugmyndina að baki því meðal annars að taka hluti úr sínu hefðbundna umhverfi. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna listsköpunar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum

Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Handtekinn eftir heimkomu

Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar.

Erlent
Fréttamynd

Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti

Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár.

Viðskipti erlent