Erlent

Frækileg þyrlubjörgun

Óli Tynes skrifar

Þyrla frá norska flotanum bjargaði í gær 12 sjómönnum af rússnesku flutningaskipi sem hafði rekið upp í fjörugrjótið rétt fyrir utan Murmansk.

Rússar áttu enga tiltæka björgunarþyrlu. Það var haugasjór og hávaðarok þegar norska þyrlan kom á vettvang og aðeins brú skipsins stóð uppúr sjónum.

Skipið var að flytja timburfarm. Stórum trjábolum hafði skolað fyrir borð og skipverjar þorðu ekki að setja út björgunarbáta af ótta við að vera klesstir á milli trjábolanna og fjörugrjótsins. Norska þyrlan var því eina von áhafnarinnar.

Og Norðmenn brugðust ekki. Þeir hífðu skipverjana einn af öðrum af brúarþakinu og fluttu þá í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×