Erlent

Réðust inn í Kúrdahéruð

Guðjón Helgason skrifar

Um 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í Kúrdahéruð í Norður-Írak snemma í morgun. Til átaka kom milli þeirra og skæruliða Kúrda. Ekki er vitað um mannfall.

Tyrknesk hermálayfirvöld segja hermönnunum bannað að fara langt inn í landið - þeir hafi verið að elta skæruliða Kúrda. Þetta mun vera fyrsta áhlaup Tyrkja yfir landamærin frá því tyrkenska þingið veitti fyrr í vetur heimild til hernaðaraðgerða gegn skæruliðum sem hafa myrt marga Tyrki í árásum frá Norður-Írak.

Kúrdar hafa fordæmt aðgerðir Tyrkja - segja þá færa almennum Kúrdum þann vanda sem hópar skæruliða hafi einir séð um að skapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×